Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 74 Umræður: • Af hverju er ekki æskilegt að neyta áfengis, tóbaks eða annarra fíkniefna? • Hverjar eru afleiðingarnar? • Hvað er hægt að gera til að byrja ekki? Hugtök útskýrð: Fíkn: Það að vera háður einhverju og fá fráhvarfseinkenni neyslu er hætt. Neysla: Að nota t.d. eiturlyf, áfengi eða annað. Tóbak og ólögleg vímuefni Markmið: Að nemendur læri um skaðsemi tóbaks, nikótíns og ólöglegra vímuefna. Kveikja: Kennari skrifar orðið TÓBAK á töfluna og nemendur koma með spurningar eða staðhæfingar um tóbak sem þau vilja vita eða vita. Umræður um tóbak. Af hverju reykja sumir en aðrir ekki? Skipta blaði í tvo dálka og skrá niður svör nemenda fyrst við annarri og síðan hinni. Hvers vegna reykja sumir? • Þeim finnst það gott • Þeir vilja vera fullorðinslegri • Það róar suma • Hópþrýstingur • Pabbi og mamma reykja • „Þá hef ég eitthvað að gera.“ • Þeim leiðist Af hverju velja aðrir að reykja ekki? • Það er óþægilegt fyrir aðra • Enginn vina minna reykir • Maður verður andfúll • Það er dýrt • Það er óhollt • Þá gengur ekki eins vel í íþróttum • Mér finnst vont bragð og lykt af tóbaki

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=