Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 73 Afleiðingar á ofneyslu áfengis hefur áhrif á líkamann. Fróðleikur fyrir kennarann: Flest fólk sem velur að drekka áfengi getur umgengist það án þess að lenda í vandræðum. Það er samt alltaf best að velja að sleppa því alveg. Þeir sem lenda hins vegar í vandræðum með áfengi hafa áhrif á alla fjölskylduna og þá er gott að vita að það er hægt að leita sér aðstoðar bæði sá sem misnotar áfengi og eins aðstandendur. Það eru til eru samtök fyrir aðstandendur alkóhólista sem kallast Al-anon. Svo eru til samtök sem eru ætluð ungmennum sem kallast Al-ateen. Það eru ókeypis samtök fyrir börn og gott fyrir börn að vita af þessum samtökum. Þar fá þau hjálp við því hvernig þau geta bætt sig og styrkt sig í skað-legum alkóhólískum aðstæðum. Það eru talsverðar líkur á að nokkrir nemendur innan hópsins búa við alkóhólískar aðstæður. Mikilvægt er að gefa þeim nemendum sem vilja tjá sig öruggt rými til þess. Einnig þurfa nemendur að hafa greiðan aðgang að einhverjum sem þau treysta, ef efnið kveikir á perum hjá þeim og þeir fá þörf til að tjá sig. Umræðuefni: • Hafið þið séð hvernig fólk sem drekkur áfengi breytist í hegðun? • Hvers vegna haldið þið að fólk drekki áfengi? • Hvað getum við gert ef við erum í sama rými og fólk sem hefur drukkið mikið áfengi og hegðar sér óskynsamlega? Erum við ábyrg fyrir því eða getum við komið okkur úr aðstæðum? • Ef þið þekkið einhverja sem drekka mikið áfengi og gætu verið alkóhólistar er gott að tala um það við einhvern sem þið treystið og láta vita hvernig ykkur líður. Þá er hægt að leiðbeina hvert best er að leita. Verkefni: Hvaða áhrif hefur ofneysla áfengis á líkama fólks? – verkefnablað autt Áhugaverðir tenglar: www.al-anon.is https://www.lausnin.is/alkaholismi Verkefni: Forvarnarmyndband: Gerið ykkar eigið myndband um skaðsemi áfengis, reykinga eða annarra vímuefna. Nemendur velja á milli tóbaks, reykinga (veip), áfengis og svo annarra vímuefna. Nemendur fá að skapa sjálfir varðandi útfærslu og útkomu. Skoðið forvarnarmyndbönd til innblásturs: https://www.youtube.com/watch?v=qF6hXBFe-5k https://www.youtube.com/watch?v=jrl1QTA6Uok https://www.youtube.com/watch?v=QclKcR738KM 106 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | ÁHRIF OFNEYSLU ÁFENGIS Á LÍKAMANN - KENNARABLAD Aukin hætt á krabbameini í munni. Lifur getur orðið veik, fitulifur, skorpulifur eða krabbamein. Minnið verður verra og einbeitingarleysi eykst. Þunglyndi eykst. L Hætta á hjartabilun eykst og blóðþýstingur hækkar. Karlar geta átt á hættu að fá stinningarvandamál. Taugaviðbrögð skerðast. Maginn stækkar og hætta á krabbameini eykst. Húðin fær annan blæ og lætur á sjá. 107 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | MISNOTKUN ÁFENGIS HEFUR ÁHRIF Á LÍKAMANN Kannið hvaða áhrif misnotkun á áfengi hefur á líkama þeirra sem ofnota. Skráið helstu einkenni misnotkunar áfengis á einstaka líffæri líkamans.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=