Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 70 Klám Markmið: Að nemendur átti sig á því að klám komi aldrei í stað kynfræðslu. Kynlíf og klám er ekki það sama. Fróðleikur fyrir kennarann: Klám er myndrænt efni sem styður staðlaðar og gamaldags hugmyndir um konur og karla. Karlar eru oft sýnir sem sterkir leiðtogar, stjórnmálamenn, hetjur eða glæpamenn. Á sama tíma eru konur sýndar sem fallegar, kynþokkafullar, sem eiginkonur, mæður eða fórnarlömb. Það er oft rauður þráður í klámi að konan er þolandi og karlmaðurinn gerandi. Kynfræðingurinn Sigga Dögg hefur mikið fjallað um kynfræðslu og klám og hægt er að finna mikið af efni á síðunni hennar. Umræðuefni: • Hverskonar fólk horfir á klám? • Hver er munurinn á klámi og kynlífi? • Hvers vegna haldið þið að klám sé svona eftirsóknarvert? • Hvaða ofbeldi má finna í klámi? • Hvaða staðalímyndir má sjá í klámi? • Er virðing og jafnrétti í klámi? Áhugaverðir tenglar: https://kjarninn.is/skodun/klamidnadurinn-frelsi-og-fedraveldi/ https://siggadogg.is/ https://sjukast.is/klam/munurinn-a-kynlifi-og-klami/ Hugtök útskýrð: Klám: Málfar eða myndefni sem beinir athyglinni að kynlífi eða kynfærum án nauðsynjar í listrænu samhengi eða fræðslu. Klámi fylgir ofbeldi og jafnrétti kynja er alls ekki sýnilegt. Kynfræðsla: Fræðsla um málefni tengd kynferði og kynhegðun. Verkefni: Konur í auglýsingum Lítið á þetta myndband og ræðið svo spurningarnar að neðan: https://youtu.be/5J31AT7viqo • Hvaða hlutverki gegnir konan í auglýsingunum? En karlmaðurinn? • Hvað er verið að ýta undir og af hverju selur þetta? • Vitið þið um einhver dæmi þess að klámvæðing finnist í íslenskum auglýsingum? Verkefni: Tónlistarmyndbönd Skiptið með ykkur að horfa á tónlistarmyndbönd og greina hvernig kynin eru sýnd. Eru kynin sýnd á sama hátt, hvað einkennir framkomu þeirra sem sjást í myndbandinu. Er eitthvað í myndbandinu sem gæti talist klámfengið? Verkefni: Fréttablaðið Skoðið auglýsingar í fréttablöðum. Finnið þið mismunandi framsetningu á konum og körlum í auglýsingum? Finnið þið eitthvað í fréttablaðinu sem getur ýtt undir klámvæðingu? Klippið út það sem ykkur finnst áhugavert og límið á veggspjald. Skrifið síðan athugasemdir ykkar við myndirnar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=