Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 68 Trúnaður í umræðum Mikilvægt er fyrir umræður af þessum toga að kennarinn geri nemendum það ljóst að allt sem er sagt innan hópsins, haldist innan hópsins. Þetta eigi að vera öruggt rými þar sem nemendur fá að tjá sig án þess að vera hrædd við að það sem sagt sé, berist út fyrir hópinn. Kennari þarf einnig að sjá til þess að vera ágætlega að sér í þessum málum í tengslum við kynhneigð og kynvitund og gæta þess að vera algjörlega fordómalaus. Það væri t.d. mjög hættulegt að ræða þessi mál ef kennari væri ekki búinn að kynna sér þau og svaraði á niðrandi veg. Það getur algjörlega lokað fyrir allar frekari umræður. Einnig er mikilvægt að gera nemendum það ljóst að alltaf er betra að fagna fjölbreytileikanum, sérstaklega þar sem fordómar og stríðni getur haft svo neikvæð áhrif. Hafa nemendur fengið einhverja fræðslu áður um kyntjáningu? Hvernig er karllæg kyntjáning? En kvenlæg? Hvað er þá kyneinkenni? og hver er munurinn á þessu tvennu? Hvað er trans? Öll hugtök er auðvelt að finna inn á Hinsegin frá A-Ö. Áhugaverðir tenglar: Stand Up! – Don’t Stand for Homophobic Bullying: Myndband með ensku tali um það hvernig er hægt að stoppa einelti gegn samkynhneigð. https://www.youtube.com/watch?v=lrJxqvalFxM Hugtök útskýrð: Kynrænt sjálfræði: Fólk skilgreini sjálfir kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Hinsegin: Hugtak notað yfir kynvitund. Merkir að manneskjan telur sig ekki gagnkynhneigða og fellur því undir hugtakið hinsegin. Kynhneigð: Kynhneigð segir til um það hverjum fólk getur laðast að eða haft hrifningu til. Verkefni: Kynhneigð Kynhyrningur: Búðu til þína eigin kynhyrning (sjá mynd í bók bls. 68). Fánar: Hægt að gera verkefni að skoða mismunandi hinsegin fána, kynnast sögu þeirra og fyrir hvað þeir standa. Hinsegin fólk á Íslandi: Hægt að gera verkefni um frægt hinsegin fólk á Íslandi. Bæði að láta nemendur finna frægt fólk sjálft, eða úthluta þeim hinsegin manneskjur sem þau eiga að kynna sér og svo kynna fyrir bekknum. Frægt/þekkt hinsegin fólk og staða þeirra: Hægt væri að biðja hópa skrifa niður allt það hinsegin fólk/persónur sem það þekkir úr sjónvarpsþáttum, bíómyndum, sem er frægt t.d. söngvarar, leikarar, stjórnmálafólk, þáttastjórnendur og íþróttafólk. Bannað að nota netið. Svo þarf að spyrja: Setningar sem hægt er að nota eru ekki tæmandi listi en hér eru nokkur dæmi: • Var erfitt að láta sér detta í hug þekkt hinsegin fólk? • Dettur ykkur fleiri í hug á einhverjum ákveðnum sviðum (t.d. fleiri söngvarar en íþróttafólk). • Er eitthvað sem þetta fólk á sameiginlegt? (t.d. öll hvít, grönn, ófötluð, vestræn). • Er jafnvægi milli þess að þetta fólk sé hinsegin vegna kynhneigðar og svo kynvitundar? • Eru fleiri hinsegin karlar en konur? Af hverju ætli það sé kynjamunur? Af hverju eru svona fáir hinsegin íþróttakarlar? Passa að einblína á þá menningu sem er fyrir – það er ekki hlutverk hinsegin fólks að breyta þessu, heldur hlutverk meirihlutans að tryggja að hinsegin fólk upplifi sig velkomið t.d. í fótboltann og fleira. Hér mætti einnig tengja við neikvæða notkun á hinsegin hugtökum og hvernig það fælir hinsegin fólk frá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=