Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 66 Kynvitund getur verið alls konar. Sumt fólk upplifir sig sem karla, aðrir sem konur og sumir upplifa sig sem blöndu af hvoru tveggja og eru þá kynsegin. Enn aðrir upplifa sig hvorki sem konu né karl. Sumir fara í aðgerðir eða taka inn hormóna til að breyta líkama sínum og útliti og samræma það þannig við kynvitund sína. Það er kallað að fara í kynleiðréttingu. Mikilvægt er að öll hugtök kynvitundar og öll kyntjáning eigi rétt á sér svo flestir geta dvalið í líkama sínum án skammar eða ótta við álit annarra. Kveikja: Skoðið Kynhyrninginn á blaðsíðu 68. Umræður: • Hvað sýnir myndin? • Hvað merkir að laðast að einhverjum líkamlega eða tilfinningalega? • Hvað merkir að vera kynsegin? • Hvað er kyntjáning? • Hvernig skiptir samfélagið sér af því hvernig kynin eiga að vera? Á hvaða hátt? • Hvernig sjáum við hvort einhver er stelpa/ kona, strákur/ maður, stálp/ kvár? • Skoðið nokkrar vefsíður sem selja leikföng. Eru mismunandi leikföng fyrir ólík kyn? • Hvað með barnaföt? Eru þau flokkuð eftir kyni? Verkefni: Hvernig skilgreinum við kyn? 1. Disney-Veldið: Skoðið Disney myndir og hafið þær til umfjöllunar og skoða hvers konar hlutverk sögupersónurnar eru settar í. Hvaða lýsingarorð nota nemendur til að lýsa sögu- persónunum? Myndu þau vera notuð eins ef um annað kyn væri að ræða? 2. Kynjatákn: Ræðið um kynjatákn á klósettum og fleiri stöðum. Er hægt væri að skipta þeim út fyrir eitthvað annað og þá hvað? Er eitthvað sem segir að sama kyn verði að nota sama salerni? Af hverju? Af hverju ekki? Fáið nemendur til þess að hanna ný skilti sem byggjast á einhverju öðru en kyni. Jafnvel fá að merkja klósettin í skólanum með þessum merkjum, annað hvort tímabundið eða til lengri tíma. 3. Auglýsingar: Skoðið hvernig hlutirnir eru sem þið veljið í líf ykkar, t.d. tölvuleikir, íþróttir, sjónvarpsþættir og bíómyndir. Hvernig er það auglýst? Hafa auglýsingar áhrif á ykkur? Hér getur verið áhugavert að fá nemendur til að rannsaka hvernig þessir hlutir eru auglýstir og skoða hvort það sé einhver kynjavinkill í því. Hugtök útskýrð: Skilgreinir: Að greina í sundur einstaka þætti með orðum. Úthlutað: Hér er átt við að þú fæðist í ákveðnu kyni sem þú þroskaðist til. En stundum passar kynið ekki við hvernig þér líður í eigin líkama. Kynsegin: Kynsegin er hugtak sem nær yfir fólk sem skilgreinir kyn sitt utan tvíhyggju kynjakerfisins. Það er öll kyn sem ekki skilgreina sig sem gagnkynhneigð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=