Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 64 Áhugverðir tenglar: Til eru frábærar upplýsingaveitur um kynlíf og kynheilbrigði fyrir ungt fólk á íslensku, svo sem: Kynfræðsluvefurinn, fræðsluvefur Menntamálastofnunar: https://www1.mms.is/kyn/index.php Heilsuvera https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/kynheilbrigdi/ Áttavitinn https://attavitinn.is/sambond-og-kynlif/ Ástráður, félag læknanema https://www.astradur.is/ Er gáfulegt að byrja að stunda kynlíf 14-15 ára? https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3402 Umboðsmaður barna: Unglingar, spurt og svarað um kynlíf https://www.barn.is/born-og-unglingar/spurt-og-svarad/kynlif-14-og-18-ara Samskiptamiðlar og kynlíf Markmið: Að nemendur geri sér grein fyrir hættum samfélagsmiðla í tengslum við kynferðislegar myndbirtingar. Fróðleikur fyrir kennarann: Samfélagsmiðlar og kynlíf er nýr veruleiki fyrir flest ungmenni í dag og gjarnan ókannaður. Margar hættur liggja á þessum vettvangi og hefur fræðsla mikið forvarnagildi. Börn geta rekist á ýmislegt á netinu og eiga í hættu á að fá sent efni sem er ekki við þeirra hæfi. Það er mikilvægt að foreldrar komi þeim skilaboðum til barna að þau geti leitað til þeirra ef þau rekast á eitthvað á netinu eða fá eitthvað sent sem þau skilja ekki, finnst óþægilegt, eða líður illa yfir að hafa séð. Umræðuefni: • Hafið þið spjallað við ókunnuga á samskiptamiðlum? • Hvað þarf að hafa í huga við myndbirtingu/dreifingu á efni sem þið teljið vera trúnaðarefni? • Hafið þið fengið send kynferðisleg skilaboð í gegnum samskiptamiðla? • Hvað á að gera ef maður fær sendar kynferðislegar myndir af fólki sem maður þekkir? En þekkir ekki? • Haldið þið að þið séuð að brjóta lög með því að deila áfram myndefni sem er kynferðislegt? • Er það manni sjálfum að kenna ef maður fær senda mynd sem maður bað ekki um? Hvað getur maður gert við slíka mynd? • Hvað er átt við með því að flexa og flasha í myndum? Hafi þið verið beðin um að senda slíkar myndir? Ungt fólk talar um að „flexa“ og „flash-a“ sem þýðir að sýna allt frá hnykluðum vöðvum, rössum og brjóstaskorum yfir í bert hold, brjóst og kynfæri. • Hafið þið deilt mynd af vinum ykkar án þeirra samþykki? (ekki kynferðislegri). • Þarf alltaf að biðja um leyfi fyrir myndsendingum?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=