Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 62 Verkefni: Skoðið myndir af fólki með mikið breytt útlit Sumir velja að skreyta sig með húðflúri og aðrir vilja breyta ákveðnum líkamshlutum. Ef fólk breytir einhverju í líkama sínum hjá lækni, haldið þið að það sé hægt að breyta því aftur til baka? Hvers vegna haldið þið að fólk fari í slíkar aðgerðir? Áhugaverðir tenglar: dove evolution : Myndband án orða um hvernig hægt er að breyta myndum. https://www.youtube.com/watch?v=iYhCn0jf46U Grein í læknablaði : Átraskanir: einkenni, framvinda, faraldsfræði og tengsl við geðsjúkdóma https://www.laeknabladid.is/2006/02/nr/2241 Fræðsluefni um átraskanir: https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/fraedsluefni/atroskun-barna/ Verkefni: Átröskun: Hvað er átröskun, hvaða mynd getur hún tekið á sig hjá þeim sem glíma við óheilbrigt samband við mat. Finnið útskýringar á hvernig átröskun birtist og hvaða afleiðingar hún hefur á líkama og sál þeirra sem glíma við hana. Skoðið í þriggja nemenda hópum, afleiðingar af langvarandi átröskun. Skráið niður 5 afleiðingar, bæði andlegar og líkamlegar sem hlýst af átröskun til lengri tíma ásamt bjargráðum til þeirra sem glíma við þennan geðsjúkdóm. Hugtök útskýrð: Eggjaleiðarar: Eggrás sem liggur frá eggjastokknum að legi kvennspendýra. Skapahár: Hár sem vex á kynfærum stundum nefnt kynhár. Líkamsvirðing: Hugtak sem er notað til þess að auka virðingu fyrir fjölbreytileika mannslíkamans. Utanaðkomandi: Einhver sem kemur að utan og/eða tilheyrir ekki þeim hóp sem um ræðir. Útlitsdýrkun: Þegar höfuðáherslan er á yfirbragð eða líkamlegt útlit. Sálræn áhrif: Áhrif sem varða andlega líðan. Brengluð sjálfsmynd: Tilfinningin sem tengist sjálfsmynd er ekki í tengslum við raunveruleikann. Sá sem hefur brenglaða sjálfsmynd sér sjálfan sig iðulega á neikvæðan hátt, þó aðrir sjái það ekki endilega.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=