Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 6 SJÁLFSMYND Bls. 4–13 Í kaflanum lærum við að: • skoða hugtakið sjálfsmynd og hvað fellur undir það hugtak • efla og styrkja sjálfstraust og sjálfsálit • átta okkur á því að við getum stjórnað hugsunum og breytt neikvæðu sjálfstali yfir í jákvætt • fundið veikleika og styrkleika okkar og unnið með þá Um kaflann Kaflinn Sjálfsmynd fjallar um sjálfsmynd okkar, hvernig við getum styrkt sjálfstraust og sjálfsálit, fundið styrkleika og þjálfað jákvætt sjálfstal með réttu hugarfari. Í kaflanum er leitast eftir að nemendur skoði sjálfsmynd sína og hlutverk sín gaumgæfilega og átti sig á því hver þau eru í raun og veru. Tengsl kaflans við hæfniviðmið samfélagsgreina: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á sjálfsmynd hans, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu. • gert sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum. • gert grein fyrir og miðlað af þekkingu sinni og leikni, skoðunum, hugsunum og tilfinningum á þann hátt sem á við hverju sinni. • lært af mistökum og nýtt sér óvæntar niðurstöður við lausn verkefna á skapandi hátt. Tengsl kaflans við hæfniviðmið íslensku: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • átt góð samskipti, hlustað, gætt tungu sinnar og sýnt viðeigandi kurteisi. • skrifað einfalda texta sem tengjast daglegum athöfnum, persónulegum högum, líðan, áhugamálum og viðhorfum með stuðningi hjálpargagna. (Verkefni bls. 14.) Tengsl kaflans við lykilhæfni aðalnámskrár: Skapandi og gagnrýnin hugsun • Nemendur skoða hugsanir sínar og átta sig á að það er hægt að stjórna þeim. ◦ Að tala við sjálfan sig í huganum ◦ Nemendur búa til veggspjald um góða sjálfsmynd og slæma sjálfsmynd Tjáning og miðlun • Nemendur gera grein fyrir og miðla af þekkingu sinni og leikni, skoðunum, hugsunum og tilfinningum á þann hátt sem við á hverju sinni. ◦ „Hver er ég“ Sjálfstæði og samvinna • Nemendur gera sér grein fyrir styrkleikum sínum með það að markmiði að efla og byggja upp sjálfsmynd sína. ◦ Hróshringur Nýting miðla • Kennari sýnir nemendum valið efni um sjálfsmynd og neikvætt sjálfstal • Nemendur skoða hugtakið sjálfsmynd í gegnum samfélagsmiðla

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=