Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 49 Kvíði Markmið: Að nemendur átti sig á hugtakinu kvíða, líkamlegum og andlegum einkennum hans. Fróðleikur fyrir kennarann: Hvert mannsbarn upplifir á einhverjum tímapunkti í lífi sínu kvíða. Kvíði er eðlileg tilfinning í aðstæðum sem eru ógnvænlegar, hraðar eða innihalda mikið áreiti. Það er misjafnt hvaða einkennum fólk finnur mest fyrir en ýmis tilfinningaleg einkenni geta einnig fylgt kvíðanum eins og pirringur, eirðarleysi, þreyta og svefntruflanir. Kvíðatilfinning getur komið í kvíðaköstum eða verið viðvarandi með vægari einkennum. Kvíði er líffræðilegt viðbragð sem virkjast þegar manneskja stendur frammi fyrir mögulegri ógn við velferð hennar eða afkomu. Það er oft nóg að við höldum að okkur sé ógnað, þannig að líkaminn bregst þannig við. Margendurteknar neikvæðar hugsanir mynda gjarnan þetta viðbragð sem líkaminn túlkar sem ógn, þó að raunveruleg ógn sé ekki til staðar. Kveikja: Kvíði: Myndband frá BUGL um kvíða https://www.youtube.com/watch?v=9GbZa9uyV34&ab_channel=%C3%9Eettaerge%C3%B0veikt Umræðuefni: • Flestir hafa einhvern tíma upplifað kvíða. Hvernig lýsir hann sér í líkamanum? • Hvað er hægt að gera ef þú upplifir kvíða? Verkefni: Góð ráð á post it miða. Skoðið myndina á blaðsíðu 46 vandlega. Hvernig heldur þú að barninu með gulu miðana á andlitinu líði? Vinnið saman tvö og tvö og finnið góð ráð fyrir barnið. Skrifið ráðin á svipaða miða og hengið upp í bekknum eða setjið þau á veggspjald. Umræður: • Hvað er kvíði? • Hvernig lýsir kvíði sér? Hvenær vitum við hvort við séum með kvíða eða ekki? Hvar kemur hann fram í líkamanum? Þekkið þið það á líkamanum þegar kvíðinn kemur? • Biður þú sjaldan eða oft um næði til að sinna þér sjálfri/sjálfum? • Setjum við of mikla pressu á okkur? • Við hvern er best að tala þegar þér líður illa? Hver er góður að hlusta og getur hjálpað?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=