Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 48 Verkefni: Geðorð Skráið saman á veggspjald sem þið skiptið í tvennt. Öðrum megin setjið þið eitthvað sem veldur ykkur vellíðan og bætir geðheilsu í leiðinni, hjálpar ykkur að finna til gleði og sáttar. Hinum megin skuluð þið setja það sem lætur ykkur líða illa og dregur úr geðheilsu ykkar. Dæmi um atriði sem bæta geðheilsu: 1. Sofa lengi um helgar 2. Tannbursta sig 3. Knúsa gæludýr 4. Fara í sund með vinum Dæmi um atriði sem geta dregið úr geðheilsu 1. Of mikil símanotkun 2. Að hafa of mikið að gera 3. Að rífast við einhvern 4. Svefnleysi Verkefni: Teiknimyndasaga Skoðaðu Geðorðin á bls. 45. Hægt er að skipta geðorðunum 10 niður á bekkinn 2 til 3 hóp. Hver hópur skrifar geðorð sem fyrirsögn og gerir teiknimyndasögu út frá því. Hægt er að vinna með forrit í spjaldtölvum sem geta hjálpað til við að búa til teiknimyndasöguna fyrir hvert geðorð. Verkefni: Geðlisti: Búið til tvenns konar lista. Hvað getur ógnað geðheilsu og valdið okkur vanlíðan? Hvað getur styrkt geðheilsu og látið okkur líða vel? Dæmi um lista: STYRKT ÓGNAÐ Vinátta Streita Reglubundin hreyfing Áhyggjur Sterk sjálfsmynd Kvíði Hugtök útskýrð: Skólabragur: Andi, hátterni, andrúmsloft í skóla. Tilvera: Það að vera til, tilvist. Lund: Geð, skaplyndi – léttur í lund er til dæmis með gott skap. Áhugaverðir tenglar: Geðheilsa þín skiptir máli frá Embætti landlæknis https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item10928/BuglTeenOK_net.pdf G- vítamín – Geðhjálp býður því 30 skammta af G-vítamíni sem ættu að létta okkur lundina. https://gvitamin.is/ 102 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | GEDHEILSA STYRKT ÓGNAÐ Vinátta Streita Reglubundin hreyfing Áhyggjur Sterk sjálfsmynd Kvíði Búið til tvenns konar lista. Hvað getur ógnað geðheilsu og valdið okkur vanlíðan? Hvað getur styrkt geðheilsu og látið okkur líða vel? Hjálpist að í hóp við að bæta við listann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=