Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 42 Náttúran og hreyfing Markmið: Að nemandinn átti sig á mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Fróðleikur fyrir kennarann: Hreyfing er margskonar. Sumum finnst mjög erfitt og leiðinlegt að hreyfa sig í skipulögðu starfi. En getur hreyfing verið skemmtileg? Að ganga eða hjóla í skólann er hreyfing og líka það að vera úti að leika sér. Kveikja: Hreyfileikir: Superman lagið þar sem nemendur gera þær hreyfingar sem sungið er um í laginu. https://www.youtube.com/watch?v=EeKpQjlWulc Verkefni: Dansverkefni Vinnið saman í hópum og setjið saman stutta röð hreyfinga eða dansspora. Þið getið notað tónlist ef þið viljið. Gætið þess að hreyfingar eða danssporin séu nógu einföld til að allur bekkurinn geti auðveldlega lært þau. Sýnið bekknum það sem þið bjugguð til og kennið þeim hreyfingarnar/ danssporin. Verkefni: Púlsþekking: Nemendur og kennari skoða hvernig hægt sé að reikna ákjósalegan hámarkspúls miðað við þeirra aldur og svo púls í hvíldarstöðu. Nemendur mæla púlsinn hjá hvert öðru í kyrrsetu og skrásetja. Því næst skokka þau 2-4 mínútur utandyra. Eftir það taka nemendur svo púlsinn á hvert öðru. Kennari útskýrir og leiðbeinir hvernig. Nemendur skrá hámarkspúlsinn niður á blað. Muna þarf að kenna þeim að nota ekki þumalfingur sinn við að taka púls á öðrum heldur aðra fingur. (Hámarkspúls fer eftir aldri og er oftast fundinn með því að draga lífaldur frá 220. Þannig er til dæmis hámarkspúls tvítugrar manneskju 200. Ef púls fer yfir hámarkspúls nær hjartað ekki að fylla sig milli slaga og nýtist því vinna þess ekki sem skyldi. Hvíldarpúls er fjöldi hjartslátta á mínútu í hvíld. Eðlilegur hvíldarpúls er einstaklingsbundinn og breytilegur eftir aldri. Nýfædd börn hafa hraðan hvíldarpúls, um 100-160 slög á mínútu en þegar þau stækka hægist á púlsinum. Eðlilegur hvíldarpúls fullorðinna er á bilinu 35-100 slög á mínútu, að meðaltali er hann rúm 70 slög.) Aukaverkefni – Könnun á líðan fyrir og eftir hreyfingu: Nemendur leggjast á gólfið og skanna líkamann sinn. Hvernig þeim líður að innan. Frá tánum upp allan líkaman og enda á höfðinu. Byrja á tánum. Hvernig líður ökklunum, eru verkir eða stingir eða spenna? Hvernig líður hnjánum? (og svo framvegis) Nemendur teikna síðan upp það sem er að gerast innra með þeim á blað. (sjá hér að neðan) Blað með líkama og tómum kössum við hlið. Svipað og þessi mynd. Nemendur skrá innri líkamlega líðan á blaðið. Dæmi: „Verkur hér – vinstra hné“ „Smá bylgjur í maganum“ Nemendur hlaupa síðan 2-3 hringi í kringum skólann á sínum hraða. 99 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | HVERNIG LÍDUR PÉR Í LÍKAMANUM? Nemendur skrá innri líkamlega líðan á blaðið. Dæmi: „Verkur hér – vinstra hné“ „Smá bylgjur í maganum“ Hár Augu Nef Munnur Handleggur Fótleggur Eyru Háls Fingur Tær

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=