Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 4 TIL KENNARA Almennt Samfélagsfræði er blanda af skyldum námsgreinum eins og félagsfræði, mannfræði, stjórnmálafræði, landafræði, sögu, heimspeki, kynjafræði, sálfræði og hagfræði. Samfélagsfræðin fæst við mannleg samfélög og það sem snýr að mannlegri hegðun. Með samfélagi er átt við hóp fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag og samfélögin geta verið bæði lítil og stór. Fyrst í bókinni Ég og sjálfsmyndin er sjálfsmyndin skoðuð en hún hefur mikil áhrif á samskipti okkar við aðra. Síðan fjöllum við um hópa sem við tengjumst og skoðum áhrif þeirra á allt líf okkar. Þarnæst færum við okkur yfir í samskipti en þau eru undirstaða allra samfélaga. Með heilbrigðum lífstíl er hér átt við hvernig við hugsum um okkur sjálf. Þar skipta svefn, matarræði og hreyfing miklu máli. Hér eru nemendur hvattir til að hlúa vel að sér bæði andlega og líkamlega. Kynheilbrigði og hinsegin fræðsla er efni sem fjallaði er um í einum kafla ásamt því að fjallað er um reykingar og vímuefni. Að lokum er svo umfjöllun um náms- og starfsfræðslu. Spurningin sem er í forgrunni er: hvað vil ég verða og hvers vegna? Ofan talin atriði eru bara lítið brot af því besta sem samfélagsfræði er að fást við hverju sinni. Uppbygging námsefnisins og hugmyndafræði Ég og sjálfsmyndin er námsefni í samfélags-og náttúrugreinum fyrir miðstig grunnskóla. Áætlað er að gera þrjár bækur í þessum bókaflokki: Ég og sjálfsmyndin. Ég og samfélagið og Ég og umheimurinn. Nemendabókin samanstendur af átta köflum. Á opnunarsíðu hvers kafla eru markmið hans tilgreind og í lok hvers kafla er samantekt á efni hans. Kafla bókarinnar má vinna í þeirri röð sem kennari/nemandi kýs. Fyrir utan verkefnin sem eru í kennslubókinni og í „skýjum“ hér og þar er einnig úrval skapandi verkefna í kennsluleiðbeiningum. Þar má einnig finna yfirlit um hvernig vinna megi með kennsluefnið. Fylgiskjöl sem bent er á eru til ljósritunar aftast í kennsluleiðbeiningum. Höfundar Höfundur námsefnisins er Garðar Gíslason, félagsfræðingur og kennari og myndhöfundur er Blær Guðmundsdóttir. Markmið Markmið efnisins er að styrkja sjálfsmynd nemenda og félagsþroska og það er meðal annars gert með að ræða málefni sem eru ofarlega á baugi hjá ungu fólki. Verkefnin í bókinni ætti að nálgast út frá því að í mörgum spurningum er ekki endilega um að ræða eitthvað eitt rétt eða rangt svar. Áherslan ætti að vera á upplifun nemanda og að reynsla og upplifanir hvers og eins eigi að hafa jafnan rétt og annarra. • efla læsi í víðu samhengi svo sem myndalæsi, kenna samfélagslæsi og samskiptalæsi • virkja ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda og hvetja til gagnrýninnar hugsunar • þjálfa nemendur jafnt í sjálfstæðum vinnubrögðum og til samstarfs/samvinnu við aðra • hvetja til sjálfstæðrar upplýsinga- og þekkingarleitar • efla orðaforða

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=