Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 38 Kveikja: Skoðið fæðuhringinn frá Lýðheilsustöð. https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item17906/ Faeduhringur_2016_LowRes.pdf Umræðuefni: • Mælt er með að borða 5 tegundir ávaxta og grænmetis á dag. Er það í þínu mataræði? • Talað er um mikilvæg lýsis eða D-vítamíns. Takið þið lýsi eða D-vítamín? • Hvers vegna er mikilvægt að neyta D-vítamíns á Íslandi? • Borðið þið mat úr öllum fæðuflokkum? Verkefni: Vítamín: Skoðið eftirfarandi vítamín og hvaða áhrif hvert og eitt hefur á líkamann: • D-vítamín • B- vítamín • C-vítamín Skráið upplýsingarnar. Í hvaða fæðutegundum finnum við þessi vítamín? Verkefni: Fæðuflokkar Diskurinn minn – veggspjald frá Embætti landlæknis https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11432/Diskurinn_ A4_hires.pdf 2-3 vinna saman að því að setja upp hugtakalista yfir þessi orð. Hvað þýða þessi orð og hvaða fæðutegundir er í þessum fæðuflokki. Kolvetni: Matur sem inniheldur kolvetni: Brauð, pasta …. Prótein: Matur sem inniheldur prótein: Fiskur … Fita: Matur sem inniheldur fitu: Avakadó ... Hörð fita: Matur sem inniheldur harða fitu: Snakk, dýrafita ... Viðbættur sykur Verkefni – Diskurinn minn Efst á síðu er einungis nafn nemanda. Spurningin er: Hvaða mat/fæðu myndir þú velja fyrir þig með hollustu og heilbrigði í fyrirrúmi? Teiknið fæðuna á diskinn og finnið út úr því hvort það myndi flokkast undir kolvetni, fitu eða próteingjafa. Hægt er að skrifa þau hugtök á diskinn við myndirnar. 94 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | allt hefur áhrif fæðuhringurinn Fjölbreytt fæði í hæfilegu magni • Ávextir og mikið af grænmeti • Heilkorn minnst tvisvar á dag • Fiskur tvisvar til þrisvar sinnum í viku • Kjöt í hófi • Fituminni og hreinar mjólkurvörur • Mýkri og hollari fita • Minna salt • Minni viðbættur sykur • D-vítamín – lýsi eða D-vítamíntöflur • Skráargatið – einfalt að velja hollara áhersla á mataræðið í heild Fiskur / kjöt / egg / baunir / hnetur Mjólk / mjólkurvörur Ávextir / ber Grænmeti Kornvörur Feitmeti HVÍTA HÚSIÐ/ SÍA -2016 95 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | Með Disknum er matnum skipt í þrennt Diskurinn sýnir á einfaldan hátt hvernig hægt er að setja saman góða og holla máltíð með því að skipta matardisknum í þrjá jafnstóra hluta. Á einum hlutanum er próteinríkur matur, öðrum kolvetnaríkur og á þeim þriðja grænmeti og/eða ávextir. Þannig er auðvelt að bera fram vel samsetta máltíð. Diskurinn ætti að vera grunnur að sem flestum aðalmáltíðum. Hlutar Disksins eru allir jafnstórir, óháð því hversu mikið er borðað. Hann segir því ekki til um skammtastærð – henni stjórnar matarlyst og orkuþörf. Mikilvægt er að huga að skammtastærðum og stilla þeim í hóf. • Próteinrík matvæli: Fiskur, kjöt, egg, baunaréttir eða mjólkurmatur. Þegar kjöt er á boðstólnum, veljið þá magurt kjöt sem og fituminni og sykurlitlar mjólkurvörur. • Kolvetnarík matvæli: Kartöflur, pasta, hrísgrjón, kornmeti eða brauð. Þegar kornvörur eru á boðstólnum, veljið þá sem oftast trefjaríkar/ heilkorna tegundir. • Grænmeti/ávextir: Alls konar grænmeti, rótarávextir eða ávextir. Aukið fjölbreytnina með því að vera bæði með hrátt og soðið grænmeti. Í þessum fæðutegundum er mikið af trefjum, mikilvægum næringarefnum og öðrum hollefnum. kartöflur / pasta / hrísgrjón grænmeti / ávextir fiskur / kjöt / egg / baunaréttir www.lydheilsustod.is 96 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | DISKURINN MINN Hvaða mat myndir þú velja fyrir þig með hollustu og heilbrigði í fyrirrúmi? Teiknaðu matinn á diskinn og finndu út hvernig þú ert að velja kolvetni, fitu eða próteingjafa. Skrifaðu hugtökin matinn sem þú valdir. Nefndu hvað þú myndir velja sem hollt snakk. Nefndu nokkrar tegundir af óhollu snakki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=