Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 37 Heilbrigð sál í hraustum líkama Markmið: Að nemendur fræðist um mikilvægi heilbrigðs mataræðis, hreyfingar og svefns. Fróðleikur fyrir kennarann: Heilbrigður lífsstíll gæti verið ólíkur milli einstaklinga. Það sem einn telur að sé heilbrigt telur annar óhollt. Dæmi um það er til dæmis afstaðan til dýraafurða og vítamíns. Annað dæmi er t.d. svefn. Skiptar skoðanir eru á hvort fólki finnst almennt gott að sofa minna eða meira og hvort ákjósanlegra sé að borða lítið, oft eða mikið sjaldan og hvernig fæðan sé samsett. Í gegnum árin hafa orðið til margar bylgjur í hvað sé gott mataræði og hversu mikil hreyfing er heilsusamleg. Hver og einn verður að finna út hvað hentar í þeirra tilfelli. Það eru margir þættir sem spila inn í hvað telst vera heilbrigt fyrir einstaklinginn. Tíðahringur kvenna, barneignir, aldur, álag og fleiri þættir hafa áhrif á það hvað líkaminn kallar á. Of mikil hreyfing getur til dæmis haft slæm áhrif á þann sem er með mjög viðkvæmt taugakerfi eftir áfall eða mikið álag. Mikilvægt er að leyfa hverjum og einum að finna út sinn heilbrigða lífsstíl og læra inn á hreysti sína, óháð nýjustu tískustraumum eða ráðleggingum internetsins. Þetta er mikilvæg umræða að taka. Þó er alltaf gott að vera meðvitaður um ráðleggingar lýðheilsustöðvar og hina góðu gildu reglu um meðalveginn. Verkefni: Þankahríð – hópavinna Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið orðin heilbrigður lífsstíll? Veljið ritara hópsins sem skrifar niður allt sem ykkur dettur í hug. Reynið svo að flokka orðin saman. Dæmi um flokka geta verið matur, gleði, svefn og hreyfing. Notið flokkana til að semja sameiginlega skilgreiningu hópsins á heilbrigðum lífsstíl (heilbrigður lífsstíll er að …) Berið saman við skilgreiningar hinna hópanna og bætið við ykkar skilgreiningu ef þið viljið. Umræðuefni: • Hvers vegna haldið þið að það sé svona erfitt fyrir marga að viðhalda heilbrigðum lífsstíl? • Hvers vegna er til svona mikið af upplýsingum og auglýsingum um heilbrigði? • Hvers vegna er mikilvægt að borða hollt? En sofa vel og hreyfa sig? Verkefni: Hreyfidagbók Sjá form í fylgiskjölum til að halda utan um hreyfingu hvers og eins í eina viku. 93 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | HREYFING Dagsetning Hvað varstu að gera? Tími Kvittun Gerðu ráð fyrir að fara út daglega t.d. í æfingar, sund, út að hjóla eða í stuttar gönguferðir. Þegar þú hefur fyllt út blaðið skilar þú því til og færð nýtt blað. Gangi þér vel!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=