Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 32 Verkefni: Jafnrétti á Alþingi eftir kynjum: Ræðið um stöðuna á Íslandi í dag, bæði fjölda kvenna og karla á þingi en einnig kynjahlutfall ráðherra. Nemendur geta sjálfir leitað upplýsinga á www.althingi.is Verkefni: Konur í stjórnmálum Áhugavert er að skoða stöðu kvenna í stjórnmálum í heiminum, þá hvort þær hafi alls staðar kosningarétt og hversu fjölmennar þær eru á þingi. Hægt er að bera stöðu kvenna á Íslandi saman við önnur lönd. Á þessari síðu er hægt að skoða stöðuna í heiminum: http://archive.ipu.org/wmn-e/classif.htm Hægt er að skoða hvenær konur fengu kosningarétt víðs vegar um heiminn hér: http://archive.ipu.org/wmn-e/suffrage.htm • Hvaða ár fengu konur á Íslandi kosningarétt? • Hvað með önnur lönd? Hvenær fengu konur kosningarétt? Verkefni: Jafnrétti og mismunun veggspjald. Skiptið veggspjaldi í tvo hluta. Merkið annan með orðinu jafnrétti og skrifið orðið mismunun á hinn helminginn. Hverjir eru það sem ykkur finnst jafnir á Íslandi og flokkið svo þá sem ykkur finnst ekki jafnir. Einnig er hægt að gera veggspjöld sem sýna mismunun og jafnrétti í öðrum löndum. Myndband um jafnrétti – er þetta sanngjarnt? Horfið á þetta myndband og ræðið: https://www.youtube.com/watch?v=QKgKaQzil1A&ab_channel=WiremuCrawford Er sanngjarnt að stelpur fái lægri laun en strákar? Hvað er launajafnrétti? Er launajafnrétti á Íslandi? Verkefni: Hlusta á lagið Enga fordóma Um hvað fjallar textinn? Hver er boðskapur textans? Fróðleikur – Jafnrétti kynjanna. • Femínisti er manneskja sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því • Kerfisbundin mismunun hefur einangrað fatlað fólk og útilokað frá samfélagsþátttöku • Meðal algengra baráttumála femínista eru barátta fyrir jöfnum launum kynjanna, barátta gegn mansali, vændi, útlitsdýrkun og svonefndri „klámvæðingu“ samfélagsins, barátta fyrir rétti til fóstureyðinga og rétti kvenna til menntunar, atvinnu og annarra tækifæra til jafns við karla og barátta fyrir jöfnum áhrifum kynjanna í stjórnmálum og viðskiptum. • Konur fengu fyrst kosningarétt (til alþingis) á Íslandi árið 1915 en þá einungis þær sem voru 40 ára og eldri. • Árið 1920 var kosningaaldurinn jafnaður á við það sem karlar áttu að venjast en það var vegna svokallaðs Sambandslagasamnings við Danmörku. Sumir karlar töldu að með kosningaréttinum myndu konur bylta kerfinu en það kom annað á daginn. • Lengi vel var einungis ein kona á þingi. Það var ekki fyrr en að sérstakur kvennaflokkur, Kvennalistinn, bauð fram árið 1983 sem að hlutur kvenna fór loks að aukast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=