Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 28 • Hvernig er best að fara að því að segja upp vinasambandi? Er hægt að sýna kurteisi og kærleika þrátt fyrir að enda vinasamband? Er hægt að breyta vináttu í kunningjasamband? • Að sýna skilyrðislausa vináttu krefst þess af okkur að skoða okkur sjálf. Hvernig vinir erum við? Hvernig komum við fram við vini okkar? Ætlumst við til að vinir sýni okkur eitthvað sem við getum ekki sýnt þeim? • Hvað þýðir skilyrðislaus vinátta? En gagnkvæm vinátta? Hugtök útskýrð: Umburðarlyndi: Það að virða skoðanir og hegðun annarra. Liðsheild: Þegar fólk vinnur saman í liði. Andrúmsloft: (hér) Andlegt umhverfi. Til dæmis hvernig fólki líður á einhverjum ákveðnum stað. Að umgangast: Að verja tíma með einhverjum. Verkefni: Spakmæli um vináttu Nemendur skrifa setninguna: „unconditional friendship quotes“ inn á leitarvél og skoða það sem upp kemur. Nemendur velja eitt „quote“ eða spakmæli og þýða það yfir á íslensku. Nemendur vinna tveir og tveir saman að þýðingu spakmælis. Hægt er að vinna verkefnið lengra með því að leyfa þeim að lesa upp spakmælið og setja það á fallegan pappír eða með fallegum skreytingum og leyfa því að hanga í stofunni til áminningar um skilyrðislausa vináttu. Áhugverðir tenglar: Veggspjald til útprentunar eða nemendur geta gert sitt eigið veggspjald. https://123skoli.is/product/gagnkvaem-vinatta#prettyPhoto Unconditional friendship: Myndband án tals um vináttu. https://www.youtube.com/watch?v=DY7xtfXOIKU&ab_channel=KaurRaman Jákvæð og neikvæð samskipti Markmið: Að nemandi átti sig á að vinslit eru eðlileg þróun í lífinu, þó þau geti verið sár. Að nemandi sjái mun á jákvæðum og neikvæðum samskiptum og hvernig best sé að viðhalda jákvæðum samskiptum í samböndum við vini, fjölskyldu og kunningja. Fróðleikur fyrir kennarann: Vinslit eru algeng á miðstigi og nemendur tengja misvel við aðra. Vinahópar sem hafa verið til, síðan í leikskóla jafnvel, klofna og ný vinasambönd myndast. Það er mjög eðlileg þróun og ferli á vissum aldri í lífi barna. Það er mikilvægt að leyfa nemendum að prófa sig áfram og setja mörk og hlusta á sitt innsæi. Kennarar eru mikilvæg stoð í að búa til rými þar sem viðhorf gagnvart vin- slitum getur orðið jákvætt. Að þvinga nemendur til að leysa málin þannig að vinátta haldist er ekki alltaf ákjósanlegt. Kennarinn er í lykilhlutverki að vinna að því að viðhorf innan bekkjarins um vinaslit séu eðlileg. Svo framarlega sem við sköðum ekki aðra viljandi er hreinskiptni gott viðhorf. Við getum sýnt kurteisi og kærleika þó við finnum að við viljum ekki vera lengur í jafn miklum samskiptum við gömlu félagana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=