Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 24 SAMSKIPTI Bls. 23–33 Í þessum kafla lærum við að: • reglur í samskiptum geta verið bæði óskráðar og skráðar. • þekkja hugtökin jafnrétti, mismun og fordóma. • til eru bæði uppbyggileg og niðurbrjótandi samskipti. Um kaflann Kaflinn fjallar fyrst og fremst um menningu okkar í samskiptum. Einnig er talað um þær hefðir, óskráðu venjur og siði, sem við höfum búið til sem manneskjur á Vesturlöndum. Ættum við að viðhalda öllum hefðum af því bara? Eins gefur kaflinn greinargóða útskýringu á jákvæðu og neikvæðu samskiptamynstri ásamt hinu vel þekkta og mikilvæga hugtaki, einelti. Tengsl kaflans við hæfniviðmið íslensku: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • átt góð samskipti, hlustað, gætt tungu sinnar og sýnt viðeigandi kurteisi. Tengsl kaflans við hæfniviðmið samfélagsgreina: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • tekið þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu. • borið kennsl á ólíkan bakgrunn fólks og virt frelsi þess til mismunandi trúar, lífsgilda, skoðana og lífshátta. • metið og brugðist við ólíkum skoðunum og upplýsingum á fordómalausan hátt. • rökrætt um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðilegum toga. • tekið þátt í samræðu um stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur, sýnt ábyrgð í samskiptum og áttað sig á réttindum sínum samkvæmt alþjóðasáttmálum. Tengsl kaflans við lykilhæfni aðalnámskrár: Skapandi og gagnrýnin hugsun • Nemandi getur spurt spurninga og sett fram áætlun um efnistök og úrlausn verkefna (sjá verkefni). ◦ Hvað er að vera góður vinur bls. 27 ◦ Vinahringur ◦ Spurningabox ◦ Leikþáttur: Spuni Tjáning og miðlun • Nemandi getur gert grein fyrir og miðlað af þekkingu sinni og leikni, skoðunum, hugsunum og tilfinningum á þann hátt sem við á hverju sinni. ◦ Leikþáttur: Spuni ◦ Sjálfstalsrannsókn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=