Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 23 Áhugaverðir tenglar: Hvað eru falsfréttir? Vísindavefurinn. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=78865 Hvernig best sé að þekkja falsfréttir frá raunverulegum fréttum. https://tigull.is/svona-thekkir-thu-rangfaerslur-og-falsfrettir/ Small Talk | Technology | CBC Kids. Enskt myndband með viðtölum við börn um samfélagsmiðla. https://www.youtube.com/watch?v=kZfOVg07sys A Video About Online Strangers. Myndband á ensku um hættur samfélagsmiðla. https://www.youtube.com/watch?v=GQuXmAIcdCw&ab_channel=Bark Hugtök: Samfélagsmiðlar: Samfélagsmiðlar eru forrit og vefsíður þar sem notendur birta myndir og aðrar upplýsingar og eiga samskipti við aðra notendur á netinu. Tik Tok, Instagram, Facebook og Twitter eru dæmi um samfélagsmiðla. Vefsvæði: Heimasíða einstaklings, hóps eða fyrirtækis. Smáforrit: Forrit, oftast sem hlaðið er niður í fartæki svo sem síma. Dulnefni: Tilbúið nafn sem notað er til að fela raunverulegt nafn. Falsfréttir: Fréttir og auglýsingar sem eru ekki sannar. Þær eru oft samdar til að villa um fyrir fólki og hafa áhrif á skoðanir þess. Fjölmiðlar: Fjölmiðill er miðill sem fagfólk stendur á bak við og sem sendir eða kemur út reglulega og fær töluverða dreifingu. Til dæmis dagblöð, fréttasíður, sjónvarp og útvarp. Barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna: Alþjóðlegur samningur sem útskýrir hvað það þýðir að vera barn, öll réttindi barna og skyldur stjórnvalda til að tryggja þessi réttindi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=