Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 22 Umræður: • Það sem við sjáum í fjölmiðlum er ekki alltaf satt. Trúið þið öllu sem þið lesið og heyrið? • Hvað merkir hugtakið gagnrýnin hugsun? • Hvernig getum við skoðað fjölmiðla með gagnrýninni hugsun? • Hvernig vitum við í raun hvort fréttir eða auglýsingar séu sannar og hverjar ekki? • Við þurfum að þjálfa okkur upp í að finna út sannleiksgildi frétta og upplýsinga sem birtast okkur í fjölmiðlum. Hvernig gerum við það? Sjá fylgiskjal. Samfélagsmiðlar: Kveikja ef óskað er en það kostar að kaupa aðgang að myndinni. Teiknimyndin „Ron er í rugli“ fjallar um sanna vináttu, samfélagsmiðla og falsfréttir. Teiknimyndin fangar öll viðfangsefni kaflans og mælt er með að sýna þá mynd sem kveikju fyrir allan kafla 2. Ron´s gone wrong – kynning á myndinni https://www.youtube.com/watch?v=8I8nMtzN05s&ab_channel=20thCenturyStudios Hægt að kaupa hér aðgang https://viaplay.is/store/ron-er-i-rugli-2021 Umræða út frá myndinni: • Skiptir meira máli að eiga vini á samfélagsmiðlum en í raunheimum? • Beddi og Ron eiga þarna sérstaka vináttu. Eigið þið slíka vináttu með einhverjum? • Í myndinni er talað um að vinátta liggi í báðar áttir og það sem þú viljir fá frá vini þínum ættir þú að gefa líka. Eruð þið sammála þessum vangaveltum? • Hvers vegna haldið þið að Svava í myndinni hafi verið svo upptekin af því að eignast svona marga vini á internetinu? Hvernig leið henni í raun? • Hver gæti boðskapur myndarinnar verið? • Þekkið þið tilfinningar Bedda um einmanaleika? • Hvort er betra að eiga marga kunningja og fáa vini eða marga vini? Verkefni: Vinahringur. Nemendur vinna að einstaklingsbundnu verkefni um vinahring. Nemendur fá blað þar sem þeir teikna 3-4 hringi. Minnsti hringurinn er settur á mitt blaðið með fornafninu „ég“. Teiknaðir eru hringir utan um minnsta hringinn. Næsti hringur ber nafnið „nánasti hringur – fjölskylda og góðir vinir“ Næsti hringur er „kunningjar“ og fólk sem nemendur þekkja eilítið. Nemendur geta raðað fólki sem þau þekkja niður í hringina og séð hverjir standa næst þeim. Þannig ættu þau að sjá hvert þau vilja setja orkuna og hverjir raunverulega skipta máli í lífi þeirra. Hjálplegar spurningar til að staðsetja fólk: • Líður mér vel með manneskjunni? • Get ég verið ég sjálf/sjálfur/sjálft? • Er gagnkvæm virðing og traust? • Geri ég jafn mikið fyrir vin minn og hann fyrir mig? • Þekki ég vin minn eins vel og hann þekkir mig? Umræður: • Hvaða samfélagsmiðla þekkið þið? • Hvaða tilgang haldið þið að samfélagsmiðlar hafi? • Teljið þið samfélagsmiðla vera að þjóna okkur vel eða skaða okkur? Hvers vegna? • Hver eru aldurstakmörk á samfélagmiðla sem eru vinsælir í dag hjá ungu fólki? • Af hverju haldi þið að það séu aldurstakmörk fyrir þá sem eru á samfélagsmiðlum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=