Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 21 Samfélagsmiðlar Markmið: Að nemendur átti sig á hvaða áhrif samfélagsmiðlar geta haft á okkur. Umræða er tekin um hugtakið falsfréttir og þeirri spurningu velt upp hvernig nemendur geti átt heilbrigð samskipti við samfélagmiðla þannig að þau séu örugg og ástundi heilbrigða notkun á miðlunum. Fróðleikur fyrir kennarann Hugtakið falsfréttir er tiltölulega nýtt í orðaforða okkar og ekki endilega allir sem vita merkingu þessa orð. Falsfréttir eru fréttir sem eru ekki í samræmi við kröfur sem gerðar eru til fréttastöðva og fréttamanna. Kröfur sem siðanefndir fréttamanna eða fjölmiðlanefnd setja eru að fréttir eiga að vera sannar, þær eiga að byggja á góðum og staðfestum rökum og heimildum. Fréttir eiga ekki að vera viljandi settar fram sem misvísandi skilaboð né farið í kringum sanna atburðinn eða atvikið. Ef fréttir standast ekki þessar kröfur eru þær gjarnan flokkaðar sem falsfréttir eða óáreiðanlegur fréttaflutningur. Fylgiskjal til útprentunar frá Saft. 91 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | Kveikja Skoðaðu spjaldið hér að ofan frá SAFT. Veltið fyrir ykkur þessum punktum sem settir eru þar fram. Umræðupunktar: • Hvað er falsfrétt? Getið þið komið með dæmi um falsfréttir? • Haldið þið að allt sem þið lesið í fjölmiðlum sé satt? • Hvers vegna haldið þið að fólk búi til falsfréttir? • Hvernig getum við greint muninn á raunverulegum fréttum og falsfréttum? • Er auðvelt að sjá falsfréttir eða líta þær út eins og venjulegar fréttir? Verkefni: Geimverur koma Búið til falsfrétt um lendingu geimvera á jörðinni. Í fréttinni þarf að vera eitthvað sem er raunverulegt, til dæmis staðir sem eru til í alvörunni – þó innihaldið sé bull. Gætið þess að hafa fréttina spennandi en ekki of ótrúlega. Mynd á blaðsíðu 19 Skoðið myndina á blaðsíðu 19. Hvað sér konan í sjónvarpinu í tjörninni? Er hún að segja satt, ýkja eða jafnvel að segja ósatt? Teiknið það sem konan sér, eða lýsið því munnlega eða skriflega.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=