Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 19 Fjölskyldan Markmið kaflans: Að nemendur fái að kynnast mismunandi fjölskyldugerðum og áhrifum þeirra sem félagsmótunaraðila. Hvaða áhrif hefur skólinn á mótun einstaklinga og hvaða áhrif hafa vinirnir á það hvernig þú verður? Fróðleikur fyrir kennarann: Fjölskyldan er alla jafna talin mikilvægasti hlekkurinn í félagsmótun. Fjölskyldan leggur grunn að grunnþörfum einstaklinga – öryggi, nánd, hlýju, fæðu. Fjölskyldan er fyrsta tengslanet barnsins og er mikilvægasti þátturinn í að móta tilfinningatengsl barna. Foreldrar eru oftast fyrirmyndir barna sinna bæði hvað varðar góða og slæma siði og á unga aldri læra börn meðal annars að líkja eða herma eftir fyrirmyndum sínum. Börn læra það sem fyrir þeim er haft og oft taka börn upp siði foreldra sinna þó svo að foreldrar reyni að aga þau til annars. Eftir því sem börn eldast fær skólinn stærra hlutverk á móti fjölskyldunni í félagsmótuninni. Hlutverk skólans er meðal annars að miðla hugmyndum og gildum sem eru ríkjandi á hverjum tíma og kenna okkur færni og þekkingu. Þessir þættir endurspegla kröfur samfélagsins um hvað sé nauðsynlegt að kunna til að geta orðið nýtir samfélagsþegnar. Vinir og kunningjar taka við á unglingsárunum eða aðeins fyrr og hafa áhrif. Þá fara orð vina oft og tíðum að skipta meira máli en orð foreldra. Börn og ungmenni máta sig gjarnan mest við vini snemma á unglingsárum. Þá fer sjálfsvitundin að breytast með auknum þroska. Álit annarra byrjar að koma inn í félagsmótunina og fara ungmenni að máta sig við fyrirmyndir í fjölmiðlum og vilja líkjast þeim sem þau telja góðar fyrirmyndir. Fróðleikur: Fjölskyldugerðir og einkenni þeirra • Kjarnafjölskylda samanstendur af barni eða börnum og kynforeldrum þeirra. • Einstætt foreldri er karl eða kona sem býr ein með barn sitt eða börn. • Stjúpfjölskyldur samanstanda af barni eða börnum, einu kynforeldri og einu stjúpforeldri / sambýlisforeldri sem tekur að sér foreldrahlutverk. Líffræðilegt foreldri og stjúpforeldri eiga oft hvort sitt barn annars staðar, sem þýðir að börnin eiga stjúpsystkini. Þegar foreldrar eiga börn saman getur fjölskyldan tekið á sig mjög fjölbreytta mynd. • Í tilfellum fósturfjölskyldna, tekur fólk til sín börn sem eru ekki þeirra eigin í ákveðinn tíma. • Ættleiðingarfjölskyldur eru fjölskyldur með barn eða börn sem hafa verið ættleidd. • Samkynhneigðir sem eru í hjónabandi eða í skráðri sambúð geta ættleitt börn eða eignast börn með tæknifrjóvgun, með þeim venjulegu skilyrðum sem gilda um ættleiðingu barna og hafa sömu réttindi og aðrir foreldrar ef þeir eiga börn fyrir. Umræðupunktar: • Hvað er sönn vinátta? • Hvernig verður maður góður vinur? • Þekkið þið orðatiltækið: komið fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig. Getið þið nefnt dæmi? • Hvernig mynduð þið lýsa sönnum vini? Verkefni: Sannur vinur! 1. Hvað er sönn vinátta – hverju leita ég að, í fari vinar? 2. Hvers vegna vel ég þetta? 90 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | SANNUR VINUR! 1.Hvað er sönn vinátta – hverju leita ég að, í fari vinar? 2. Hvers vegna vel ég þetta? Teiknaðu þig Svona verð ég góður og sannur vinur
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=