Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 18 • Eru vinir fyrirmyndir? Hvernig þá? • Eru til slæmar fyrirmyndir? Hvernig vitum við hvort fyrirmynd, eða sú manneskja sem við lítum upp til, sé slæm eða góð fyrirmynd? Umræðuefni: Skoðið myndina á blaðsíðu 14. Hvað sýnir þessi mynd? Af hverju sýnir myndin hringrás? Í hvaða hópum eru þið? Verkefni: Verum fyrirmyndir fyrir skólann Skemmtilegt samvinnuverkefni fyrir bekk eða minni hópa. Bekkurinn ákveður að gera eitthvað eitt góðverk í skólanum og börnin vona að aðrir fylgi í kjölfarið. Dæmi um verkefni: • Dreifa fallegum orðum um skólann • Taka upp rusl í matsalnum • Hrósa 2-3 nemendum í skólanum daglega Verkefni: Fyrirmyndin mín Hugið vel að því hvaða fyrirmyndir þið hafið. Veljið ykkur eina. Finnið mynd af henni á netinu eða í blaði og límið á stærra blað. Skráið niður allt það jákvæða sem fyrirmyndin hefur í fari sínu. Hugtök Samfélag: Stór eða lítill hópur fólks sem lifir saman, til dæmis samtímis í sama landi. Tilheyra: Að vera hluti af hópi. Félagsmótun: Við erum öll mótuð af því samfélagi sem við búum í. Við lærum af öðrum, til dæmis hvernig á að haga sér, hvað má og hvað ekki og margt fleira. Leikreglur samfélagsins: Þær reglur, skrifaðar og óskrifaðar sem fólk í samfélagi fer almennt eftir. Áhugaverðir tenglar: Sterkari út í lífið: Fróðleikur og verkefni. https://sterkariutilifid.is/verkefni/fyrirmyndir/ TED fyrirlestur 13 ára drengs um hvernig við getum bætt okkur í lífinu – dæmi um góða fyrirmynd. https://www.youtube.com/watch?v=bC0hlK7WGcM&ab_channel=TEDxTalks

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=