Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 15 HÓPAR SEM PÚ ERT Í Bls. 14–21 Í kaflanum lærum við: • hvað hugtakið félagsmótun merkir og hverjir eru helstu félagsmótunaraðilarnir. • að samfélagið mótar okkur sem einstaklinga. • að fyrirmyndir eru mikilvægar í mótun einstaklinga. Um kaflann: Kaflinn fjallar að mestu um félagsmótun. Hvernig samfélagið sem við fæðumst inn í hefur áhrif á það hvernig við þróum eiginleika okkar. Kaflinn kemur inn á áhrif foreldra, skóla, vina og samfélagsmiðla á mótun einstaklings. Í kaflanum er einnig að finna upplýsingar um hvernig fjölskylda og aðrar fyrirmyndir geta verið góðar og slæmar. Við lærum einnig um leikreglur samfélagsins og hvað menningin og kerfislega hugsunin kennir nemendum frá fæðingu; það sem er leyfilegt og það sem er bannað. Tengsl kaflans við hæfniviðmið lífsleikni: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • gert sér grein fyrir hvernig hann getur hagnýtt sterkar hliðar sínar á skapandi hátt í námi og haft skýra sjálfsmynd. • gert grein fyrir og miðlað af þekkingu sinni og leikni, skoðunum, hugsunum og tilfinningum á þann hátt sem á við hverju sinni. Tengsl kaflans við hæfniviðmið íslensku: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • nýtt sér myndefni og rafrænt efni á gagnrýninn hátt. • skrifað einfalda texta sem tengjast daglegum athöfnum, persónulegum högum, líðan, áhugamálum og viðhorfum með stuðningi hjálpargagna. (verkefni bls. 22) • skrifað stuttar lýsingar á atburðum, fyrri viðfangsefnum og reynslu. Tengsl kaflans við hæfniviðmið samfélagsgreina: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • gert sér grein fyrir margbreytileika fjölskyldna og margvíslegum hlutverkum innan þeirra. • sýnt fram á skilning á mikilvægum gildum, svo sem kærleika, mannhelgi, félagslegu réttlæti. • sýnt umhyggju fyrir öðrum mönnum og öllu lífi. • lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta. Tengsl kaflans við lykilhæfni aðalnámskrár: Skapandi og gagnrýnin hugsun • Nemendur spyrja rannsakandi spurninga og sýna sjálfstæði við úrvinnslu verkefna (bls. 22). • Nemendur læra um fjölmiðla og mikilvægi þess að nota gagnrýna hugsun þegar leitað er upplýsinga.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=