Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 14 Verkefni: Jákvætt sjálfstal Nemendur búa til blóm með jákvæðu sjálfstali. Í miðju blómsins geta nemendur skrifað „jákvætt sjálfstal“. Síðan skrifa þau hvatningu til sjálfs sín á blómhlutana í kring. Áhugaverðir tenglar: Þinn besti vinur: Myndband á íslensku. https://www.youtube.com/watch?v=XO0rzb7gFtA&t=117s&ab_channel=Vertu%C3%BEinnbestivinur Positive self talk. Myndband á ensku. https://www.youtube.com/watch?v=GSboXBkwpY0 Dove Change One Thing | How our girls see themselves: Myndband á ensku. https://www.youtube.com/watch?v=c96SNJihPjQ Criticism doesn’t have to bring you down: Myndband á ensku um neikvætt sjálfstal. https://www.youtube.com/watch?v=VnXAZuWYZXc Samantekt Eftir að nemendur og kennari hafa skoðað kaflann og notað það sem þau kjósa úr honum, ættu nemendur að vera eilítið meðvitaðri um eigin sjálfsmynd, styrkleika sína og veikleika. Nemendur ættu að hafa fengið tækifæri að spegla sig í öðrum og hlusta á reynslu annarra. Nemendur ættu að hafa fengið smjörþefinn af því hver þau eru í raun og hvaða hlutverk þau spila í lífinu ásamt aukinni meðvitund um sjálfstal. Mikilvægt er að gefa nemendum gott rými og tíma til að skoða sig sjálf undir handleiðslu kennara. 89 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | JÁKVÆTT SJÁLFSTAL Skrifið hvatningu til ykkar sjálfra í blómhlutana. JÁKVÆTT SJÁLFSTAL
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=