Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 12 Sjálfsgagnrýni Markmið: Að nemendur átti sig á hættunni sem fylgir sjálfsgagnrýni, samanburði við aðra og velta fyrir sér hvers vegna fólk dæmir aðra. Fróðleikur fyrir kennarann: Kaflinn um sjálfsálit og sjálfstraust tekur á því ef fólk stundar mikla sjálfsgagnrýni. Í kaflanum er lögð áhersla á mikilvægi sjálfsmildi. Í kaflanum er nemendum kennt að hugsa vel um sjálfa sig og hunsa gagnrýni annarra. Gagnrýni er iðulega niðurbrjótandi og henni fylgir stjórnsemi. Við gagnrýnum aðra ef okkar innra samtal er neikvætt. Í góðu umhverfi og jákvæðum aðstæðum gagnrýnum við minna og jákvæð hrós og uppbygging er besta vopnið gegn gagnrýni. Að taka ekki orð annarra inn á sig og efla sjálf sig þannig að orð annarra vegi ekki meira en sjálfsálitið sem býr innra með okkur. Gagnrýni er nátengd fullkomnunaráráttu og stjórnsemi. Það er hægt er að vinna með nemendum út frá þeim vinkli. Kveikja á ensku: Máttur orðsins: Power of Words: Stutt myndband um áhrif orða á líðan. https://www.youtube.com/watch?v=kRHjmYO-c6w&ab_channel=CommonSenseEducation Umræða út frá myndbandi: • Hafið þið upplifað eitthvað svipað og svona eins og spilari 1 í myndbandinu? Að orðin sem aðrir segja við ykkur sitja föst hjá ykkur? • Hvernig líður ykkur þegar þið fáið ,,neikvæð skilaboð“ frá öðrum? Hvaða tilfinningar upplifið þið? • Hvers vegna haldið þið að sumir gagnrýni annað fólk? • Hvað getum við gert þegar ljót orð eru sögð við okkur? Kveikja Skoðið stúlkuna á blaðsíðu 8. Takið eftir kössunum sem hún ber á bakinu. Umræðuefni: • Hvernig haldið þið að stelpunni á myndinni líði? • Hugsaðu þér að þú sért með svona kassa á bakinu. Hvaða áhrif hafa þeir á þig? Hvernig finnur þú fyrir þeim? • Hvernig getum við losað okkur við það sem er í kössunum? • Hvaðan haldið þið að orðin sem eru í kössunum komi? Skoðið stúlkurnar tvær á blaðsíðu 9. Önnur þeirra dæmir eða gagnrýnir á meðan hin tekur við gagnrýninni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=