Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 11 Verkefni: Að tala við sjálfan sig í huganum: Nemendur skrá niður allar þær hugsanir sem upp koma í stílabók eða spjaldtölvu/tölvu. Kennari tekur tímann (3-5 mín.). Nemendur skrá niður allar þær raddir sem þau heyra. Að skoða hvernig við tölum við sjálf okkur og sjá það í gegnum skrif. Nemendur skrá svo niður hvaða hugsanir þau vilja losna við úr huganum. Til þess að losa sig við þær, þarf að stroka þær út og bæta þeim hugsunum sem nemendur vilja hafa í huganum í staðinn. Verkefni: Æfing í sjálfstrausti. Upplestur á textabút eða ljóði gæti verið sniðug leið til þess að æfa nemendur í að standa í traustinu til sjálfs síns. Hér gæti kennari minnt á að sjálfstraust getur verið byggt upp með þjálfun. Það reynist mörgum erfitt að stíga skref í að tala fyrir framan aðra og er því mikilvægt að gefa þeim nemendum minni textabúta eða auðveldari verkefni. Að koma upp og segja frá nafninu sínu og gæludýri eða áhugamáli gæti verið nóg. Þessar æfingar gæti verið gott að gera reglulega í einhvern tíma. Verkefni: Hver er ég? Nemendur fylla inn í eyðublaðið sem á við þau sjálf. Nemendur geta rætt sín svör í minni hópum ef þau vilja deila sínum óskum og löngunum. Hugtök: Sérfræðingur: Einhver sem veit mjög mikið um ákveðið efni. Ástúðlegur: Vera góð/ur við aðra og sýna kærleik. Hjálpsamt: Viljugt til að hjálpa þeim sem þarf á aðstoð að halda. Leiðir til vinsælda: Þegar einhver gerir eitthvað til að auka vinsældir sínar. Uppeldi: Að ala upp barn. Athugasemdir: Að segja sína skoðun á einhverju eða koma með ábendingu. Að standa með sér: Að gera það sem er best fyrir mann sjálfan. Að tilheyra: Að fá að vera með í hópi, vera hluti af hópi. Áhugaverðir tenglar: Hvað er sjálfsmynd? Heilsuvera. https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/lidan/sjalfsmynd/hvad-er-sjalfsmynd/ Útskýring á sjálfstrausti (íslenska). https://www.youtube.com/watch?v=0jOh8GaRTBA Sjálfstraust frá KVAN (íslenska). https://www.youtube.com/watch?v=NPHBHmAAMQc Hvernig er best að byggja upp gott sjálfsöryggi? Vísindavefurinn. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4771 88 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | HVER ER ÉG? Ljúktu við setningarnar: Uppáhalds maturinn minn er Uppáhalds liturinn minn er Skemmtilegasta íþróttin er Eitt af því sem ég vildi aldrei gera er að Mér finnst erfitt að Það sem ég geri vel er að Uppáhalds hátíðardagurinn minn er vegna þess að Ef ég ætti frídag myndi ég Ég þarf að fá hjálp í skólanum í hvaða námsgrein Mig langar til að læra Þegar ég hugsa um framtíðina Ég held að heimurinn væri betri ef Tónlistin sem mér finnst skemmtilegust er
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=