Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 10 Áhugaverðir tenglar: Grein eftir Ólaf Pál heimspekikennara í Háskóla Íslands https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2357 Wellbeing For Children: Confidence And Self-Esteem https://www.youtube.com/watch?v=pdjaxS4ME2A&ab_channel=ClickView Leiðbeiningar fyrir umsjónarkennara og stjórnendur bekkjarfunda – bls. 27 https://barabyrja.is/wp-content/uploads/2020/01/bekkjarfundahefti_082005.pdf Upplýsingasíða um sjálfsmynd barna og unglinga https://sjalfsmynd.wordpress.com/2013/10/16/ad-velja-ser-vidhorf-myndband/ Sjálfsmynd og styrkleikar: Íslenskt myndband https://www.youtube.com/watch?v=uVa6w2IOkMA&ab_channel=ElvaBjorkAgustsdottir Sjálfsálit og sjálfstraust Markmið: Að nemendur efli sjálfstraust og fái útskýringar á því hvernig sjálfstraust byggist upp. Fróðleikur fyrir kennarann: Sjálfstraust og sjálfsálit okkar er samofið tilfinningalífinu og ef við vinnum stöðugt að því að styrkja þessa þætti, geta þeir orðið lykilþættir í bættari samskiptum og líðan. Kennarar og samnemendur hafa ekki síður áhrif á sjálfsmynd barna en foreldrarnir. Við byggjum sjálfsálit okkar út frá félagsmótun og hafa félagsmótunaraðilar áhrif á hugsanir okkar og hvort við mótum ríkjandi sterkt eða veikt sjálfstraust. Munurinn er ekki mikill á þessum hugtökum en þó nokkur. Sjálfsálit er það álit sem við höfum á okkur en sjálfstraust er það sem við treystum sjálfum okkur til að gera í daglegu lífi. Það er hægt að efla sjálfstraust með margvíslegum hætti og markviss og meðvituð þjálfun getur hjálpað okkur að breyta gömlum og úreltum hugsanamynstrum. Að hafa gott sjálfstraust og sjálfsálit hefur mikil áhrif á líf okkar og líðan. Á þessari opnu eru hugtökin sjálfstraust og sjálfsálit útskýrð og börnin fá þær upplýsingar að þau séu sérfræðingar í sjálfum sér og enginn veit betur um líðan þeirra en þau sjálf. Þeim er sýnt að ábyrgðin er þeirra og þau geta sjálf skoðað líðan sína út frá hugsunum og áliti sínu á sjálfum sér. Umræðupunktar: • Hugsaðu þér að þú sért að fara að gera eitthvað sem mörgum finnst erfitt. Til dæmis að taka vítaspyrnu, halda ræðu, syngja fyrir aðra eða sýna myndirnar þínar. Hvaða áhrif hefur sjálfstraustið í svona aðstæðum? • Getur verið að það sem við hugsum um okkur sjálf, hafi áhrif á það hvernig við högum okkur í samskiptum við aðra? Getið þið nefnt dæmi? • Er sjálfsálit það sama og sjálfstraust? Þekkið þið muninn? • Hafið þið mikið eða lítið sjálfstraust? • Hvernig vitum við hvernig sjálfstraust býr innra með okkur? • Hvað einkennir lítið sjálfstraust? Finnum við það í samskiptum? En líkamanum? • Hvað haldið þið að við getum gert til að efla sjálfstraust okkar? • Hvað hefur slæm áhrif á sjálfsmyndina. Getið þið nefnt dæmi? • Fæðumst við með ákveðna tegund af sjálfsáliti eða byrjum við að þróa sjálfsálit í gegnum annað fólk í kringum okkur? • Hvernig getum við stoppað hugsanir sem brjóta niður sjálfsálit okkar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=