Ég og sjálfsmyndin

Ég og sjálfsmyndin ISBN 978-9979-0-2781-2 © 2022 Garðar Gíslason © 2022 Teikningar Blær Guðmundsdóttir Ritstjórn: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Yfirlestur og góð ráð: Andri Már Sigurðsson, Auður Bára Ólafsdóttir, Ellen Klara Eyjólfsdóttir, Eygló Sigurðardóttir, Harpa Jónsdóttir, Harpa Pálmadóttir, Hilmar Þór Sigurjónsson, Sigríður Steinunn Karlsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir, Sigrún Valdimarsdóttir og Sigurlína Freysteinsdóttir, grunnskólakennarar. Jóna Pálsdóttir, jafnréttisfulltrúi. Kaflann Næsta stopp: Kynþroskinn lásu: Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur og Ólöf Ásta Farestveit hjá Barnahúsi og Kristín Ragnarsdóttir, grunnskólakennari. Málfarslestur: Ingólfur Steinsson 1. útgáfa 2022 Menntamálastofnun Kópavogur Umbrot og útlit: Blær Guðmundsdóttir Prentun: Prentmiðlun ehf. / Lettland

ÉG OG SJÁLFSMYNDIN Myndhöfundur: Blær Guðmundsdóttir Garðar Gíslason

2 SJÁLFSMYND Hver er ég? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Sjálfsálit og sjálfstraust . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Samantekt og verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Félagsmótun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Fjölskyldan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Skólinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17 Vinirnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17 Samfélagsmiðlar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Fjölmiðlar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 Samantekt og verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 HÓPAR SEM PÚ ERT Í SAMSKIPTI Skrifaðar og óskrifaðar reglur . . . . . . . . . . . . . . . . 23 Skólinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Vinir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25 Jákvæð og neikvæð samskipti . . . . . . . . . . . . . . . 27 Jafnrétti og mismunun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Hvað er einelti? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29 Hvað gerir þú? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 Einelti á netinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31 Samantekt og verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Heilbrigður lífstíll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34 Matarvenjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35 Grænkerar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Hreyfing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37 Náttúran og hreyfing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Svefn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40 Samantekt og verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42 HEILBRIGD SÁL Í HRAUSTUM LÍKAMA EFNISYFIRLIT

Geðheilsa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 Kvíði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 Fáðu hjálp! . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48 Tölum saman . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50 Að hlusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52 Slökun og öndun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 53 Jákvæðni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54 Lífið í skólanum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56 Samantekt og verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58 ANDLEG LÍDAN Tími breytinga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 61 Líkamlegar breytingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 Líkamsvirðing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63 Hvenær erum við tilbúin að stunda kynlíf? . . . . 64 Hvað er kynlíf? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 64 Kynheilbrigði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 65 Ábyrgð í kynlífi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 65 Samskiptamiðlar og kynlíf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 66 Kynhyrningurinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68 Trans fólk og intersex . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 69 Kyntjáning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 70 Kynhneigð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 71 Klám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 72 Samantekt og verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74 NÆSTA STOPP KYNPROSKINN Við lærum allt lífið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 87 Hvað viltu verða? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 88 Markmið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 90 Samantekt og verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 92 HVERT STEFNI ÉG? Vímuefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 76 Áfengi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 77 Tóbak . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78 Ólögleg vímuefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 79 Ofbeldi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80 Hópþrýstingur 82 Samantekt og verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . 84 VARÚD - HÆTTA!

4 Í þessum kafla ætlum við að læra um: • hvað er sjálfsmynd • hvað er sjálfsálit • hvað er sjálfstraust Hver er ég? Þú ert alveg einstök mannvera Þú ert blanda af því sem þú erfðir frá foreldrum þínum og öllu sem þú hefur lært og upplifað Enginn hefur nákvæmlega sömu reynslu og þú Hver er ég? Ég er ég! SJÁLFSMYND

5 Allar hugmyndir sem þú hefur um þig eru kallaðar sjálfsmynd Sjálfsmyndin er samsett úr mörgum atriðum Það sem hefur áhrif er til dæmis hvort þú sért: Hugsið um sjálfsmyndina ykkar: Hvaða hæfileika hafið þið? Hverjir eru styrkleikar ykkar? En veikleikar? Sjálfsmynd er ekki meðfædd, hún byggist upp og breytist með tímanum Það má segja að sjálfsmyndin sé eins og myndasafn þar sem nýjar myndir bætast smám saman við safnið en aðrar hverfa feiminn, feimin, feimid barn stelpa, strákur, stálp hann, hún, hán gítarleikari fótboltasnillingur nemandi vinur, vinkona

6 Sjálfsálit og sjálfstraust Sjálfsálit vísar til viðhorfs manneskjunnar til sjálfrar sín og hvers virði hún er semmanneskja Þegar talað er um sterka, veika, eða jafnvel brotna sjálfsmynd er yfirleitt átt við sjálfsálit okkar Þau sem hafa gott sjálfsálit hafa meira sjálfstraust og láta ekki aðra hafa áhrif á sig Það hljómar kannski undarlega en við tölum öll við okkur sjálf í huganum Stundum tökum við ekki eftir hugsunum okkar og tölum niður til okkar Umhyggju- söm Fyndin Hjálpsamt Ástúðlegur Annað hvað? Góður Sjálfsmynd snyst ekki bara um útlit, heldur um hvernig manneskja pú ert

7 Þegar þið hugsið eitthvað neikvætt um ykkur sjálf er gott að reyna að stoppa aðeins og velta fyrir sér eftirfarandi spurningum: Sjálfstraust pydir ad hafa trú á sér. Einstaklingur med gott sjálfstraust getur tekist á vid hvad sem er! Myndi ég tala svona vid adra? Sumir krakkar eru óánægðir með sig og finnst þeir alls ekki hafa nógu mikið sjálfstraust Ef þú tilheyrir þeim hópi þá er líklega best að þú byrjir á að breyta því hvernig þú hugsar um þig Það hefur reynst mörgum vel Ef þú venur þig á að hugsa og tala jákvætt um og við þig Æfðu þig til dæmis á að segja: „Ég er æðisleg/ur eða ég get allt sem ég vil.“ Reyndu að finna fleiri jákvæðar athugasemdir um þig – því þær virka! Er petta satt? Er petta sanngjarnt? Fjölskyldan, uppeldið og hópar sem þið umgangist hafa áhrif á sjálfstraustið Það er gott sýna öðrum athygli, hrósa og vera umhyggjusöm Það styrkir fólkið sem við umgöngumst og líka okkur sjálf Þau sem tala og hugsa jákvætt um sig, ýta undir sjálfstraust sitt Þau sem hafa sterka sjálfsmynd þora frekar að standa með sér, hvort sem það leiðir til vinsælda eða ekki.

8 Börn og unglingar eru viðkvæm fyrir gagnrýni eða neikvæðu umtali Krakkar bera sig oft saman við vini og skólafélaga Þá er auðvelt að telja sér trú um að aðrir séu sterkari, gáfaðri, fallegri og ríkari en þau sjálf Þess vegna er mjög gott að venja sig á að: Ég stend mig ekki vel í neinu Það þykir engum vænt um mig Ég má ekki gera mistök Ekki hrósa mér, ég á það ekki skilið Þetta er allt mér að kenna tala jákvætt um vini sína og skólafélaga fordast strídni reyna ad vera hvetjandi bera sig ekki stödugt saman vid adra Hugsaðu þér að þessi á myndinni sitji við hliðina á þér Hvað myndir þú vilja segja við þessa persónu?

9 Rannsóknir sýna að þeir sem dæma aðra, dæma líka sjálfa sig Næst þegar einhver segir eitthvað ljótt við þig eða dæmir þig er gott að æfa sig í að hugsa sem svo að ef til vill líði viðkomandi ekki endilega vel sjálfum æfing HUGSA VEL UM SIG læra göngutúr Voda ertu í ljótri peysu! Ha? lesa bók hugleida snemma ad sofa

10 Ég þori ekki að vera með, ég geri mig að fífli. Af hverju ætli enginn vilji vera vinur minn? Síðast gekk mér svo illa í þessu prófi en núna gengur þetta betur Þetta fjall er hræðilega hátt en ég ætla að komast á toppinn Ég kemst örugglega ekki yfir. Allir eru að fá sér nýja úlpu en ég ætla bara að nota mína gömlu, hún er flott. NEIKVÆD SJÁLFSMYND JÁKVÆD SJÁLFSMYN KVÆD SJÁLFSMYND VÆD SJÁLFSMYND

11 Viljiði koma í snjókast? Þetta fjall er hræðilega hátt, það þýðir ekkert að reyna Ég veit að ég get stokkið yfir. Ég skil ekkert Ég skil mig ekki Vá, hvað ég lít vel út í dag! JÁKVÆD SJÁLFSMYND JÁKVÆD SJÁLFSMYND NEIKVÆD SJÁLFSMYND NEIKVÆD SJÁL

12 • Sjálfsmynd er sú skoðun sem þú hefur á þér Sjálfsmyndin verður til í samskiptum við aðra • Þú getur haft áhrif á sjálfsmynd þína • Þau sem hafa sterka sjálfsmynd hafa líka gott sjálfstraust – þau hafa trú á eigin getu og hafa meiri möguleika á að ná markmiðum sínum • Börn eru oft viðkvæm fyrir gagnrýni og þau bera sig í sífellu saman við vini og skólafélaga Samantekt Verkefni Skoðið myndirnar á opnunni hér fyrir framan Ræðið ummyndirnar, hvað einkennir þau sem eru með jákvæða sjálfsmynd? Ljúkið eftirfarandi setningum: b) Í dag fannst mér gaman að a) Í dag þótti mér gott að … i) Ég er öðruvísi en aðrir af því að h) Minn helsti styrkur er d) Ég er ánægðust/ánægðastur/ánægðast þegar … f ) Fimm atriði sem gengu vel í d ag voru c) Mér líður best þegar g) Mér finnst ég vera sterk/ur/t þegar ... e) Helsta afrek mitt í dag var … 1 2

13 Vinnið saman í hóp og ræðið og skráið niður: 1 Nefnið að minnsta kosti 3 jákvæða eiginleika sem hver og einn hefur 2 Nefnið að minnsta kosti 3 eiginleika sem ykkur langar til að hafa 3 Hvernig er hægt að þjálfa sig til að ná þessum eiginleikum 4 Hægt er að ýta undir sjálfsmynd vina með því að hrósa þeim, helst daglega. Hafið þið hrósað einhverjum í dag? Hefur ykkur verið hrósað í dag? Hjálpist að við að útbúa mynd með því sem einkennir ykkur í bekknum Hver og einn skrifar einn til tvo miða um sjálfan sig 3 4 fyndin fötlud feimin Akureyringur strákur freknóttur Íslendingur idinn elskud Dalvíkingur raudhærd útlendingur ákvedin stelpa fimleikastrákur vinsæll traust spila á trompet greindur klár klár einstök fótboltastelpa Hafnfirdingur glöd hress ábyrg hræddur sterk talgalli stama gleraugu nemandi hugrakkur Hver er ég?

14 HÓPAR SEM PÚ ERT Í Í þessum kafla ætlum við að læra um: • hópa sem við tilheyrum • félagsmótun – er allt semmótar okkur • hverjir hafa mest áhrif á hvernig við erum Ég Fjölskylda mín Samfélagið mitt Landið mitt Alheimurinn

15 Félagsmótun Fjölskyldan Fólk er í mörgum ólíkum hópum Hóparnir sem þú ert í skipta miklu máli því þeir hafa áhrif á hvernig þú ert Við verðum fyrir áhrifum frá öðrum en við höfum líka áhrif á aðra Þeir aðilar sem hafa mest áhrif á okkur eru oftast fjölskylda okkar, vinir, skólinn og fjölmiðlar Með því að umgangast annað fólk lærum við til dæmis hvað er góð hegðun og hvað ekki Við lærum leikreglurnar í því samfélagi sem við búum í Við erummótuð inn í samfélag okkar og þess vegna kallast það félagsmótun Félagsmótun byrjar strax við fæðingu og lýkur aldrei því við erum alltaf að læra eitthvað nýtt alveg þar til við deyjum Þegar þú fæddist gjörbreyttir þú lífi foreldra þinna. Allt í einu þurftu þeir að sjá um þig allan sólarhringinn Ungabörn þurfa umönnun og foreldrar bera ábyrgð á þeim Lítil börn líta upp til foreldra sinna og vilja gjarnan líkjast þeim í einu og öllu Þannig verða foreldrarnir oftast fyrirmyndir barnanna hvort sem þeim líkar það betur eða verr Börn eiga sér einnig margar aðrar fyrirmyndir Til dæmis eldri systkini, frændfólk, afa, ömmur og fólk utan fjölskyldunnar Íþróttastjörnur, kvikmyndastjörnur og tónlistarfólk eru einstaklingar semmargir líta upp til Fyrirmyndirnar geta verið góðar eða slæmar Fyrirmyndir eru fólk sem þér líkar vel við Veldu tvo eða þrjá einstaklinga sem þér líkar vel við og nefndu þrjá eiginleika sem þér finnast jákvæðir við hverja persónu fyrir sig sem þú vildir gjarnan hafa líka Hvaða eiginleikar eru þetta? Þú mátt gjarnan teikna eða klippa út myndir af fyrirmyndunum og skrifa inn á þær allt það jákvæða sem þú finnur í fari þeirra. Búið til lista yfir þá hópa sem þið tilheyrið Berið saman listana ykkar

16 Fjölskyldur eru margskonar. Sumar eru stórar og flóknar, aðrar minni og einfaldari. Í mörgum fjölskyldum eru foreldrar og börn. Stundum er eitt foreldri, stundum pabbi og mamma, eða kannski tveir pabbar, tvær mömmur eða stjúpforeldrar eða annað. Fjölskyldan

17 Skólinn Við lærummargt í skólanum og af vinum okkar þar Eftir því sem við verðum eldri hefur skólinn og vinirnir meiri og meiri áhrif á okkur Það er partur af félagsmótuninni sem við verðum öll fyrir Í skólanum lærum við til dæmis að lesa og skrifa en okkur er líka kennt að vera kurteis og koma vel fram við aðra Svo tökum við eftir því hvernig aðrir krakkar í skólanum klæða sig og hvernig hugmyndir þeir hafa en allt hefur þetta áhrif á hvernig við hugsum og hegðum okkur sjálf Í skólanum er búið að búa til dagskrá um það sem er nauðsynlegt að kunna til að geta spjarað sig á Íslandi Ef þú hefðir alist upp í öðru landi þá hefði þér verið kenndar öðruvísi hugmyndir, færni og þekking Ef þú hefðir til dæmis alist upp í Asíu eða Afríku hefði þér verið kennt að setjast ekki beint niður í grasið því þú gætir óvart sest á snák! Hugsið ykkur sex ára barn á fyrsta skóladeginum og sama barn sex árum síðar Hvað ætti barnið að vera búið að læra í skólanum? Vinirnir Vinir skipta miklu máli og hafa áhrif á okkur. Vinátta er samband á milli tveggja eða fleiri sem byggir á gagnkvæmri virðingu og væntumþykju. Kunningjar eru ekki það sama og vinir. Kunningjar eru fólk sem þú kannast við og umgengst öðru hverju. Flestir eiga miklu fleiri kunningja en vini. Mörg börn óttast að passa ekki inn í vinahópinn. Þurfa krakkar að hegða sér á einhvern ákveðinn hátt eða að klæða sig í eins föt og aðrir ef þeir vilja vera hluti af hópnum? Hvað finnst ykkur?

18 Samfélagsmiðlar er samheiti yfir netmiðla sem hafa mikil áhrif á líf flestra í dag Þeir eru til dæmis vefsvæði og smáforrit þar sem notendur eiga í samskiptum og deila efni, svo semmyndum, myndskeiðum, skilaboðum og fleiru. Þeir miðla alls konar hugmyndum, skoðunum og væntingum til okkar daglega Notendur koma ýmist fram undir eigin nafni eða dulnefni Börn og unglingar eru sérstaklega móttækileg fyrir efni samfélagsmiðla og þurfa því að læra að greina á milli upplýsinga annars vegar og falsfrétta hins vegar Falsfréttir (fake news) eru upplýsingar sem eru beinlínis rangar eða villandi Samfélagsmidlar Samfélagsmiðlar geta boðið upp á góða leið til að halda sambandi við vini og fjölskyldu, til að nota í náminu, leita á netinu og finna allskonar upplýsingar En það er mikilvægt að halda jafnvægi milli þess að vera í samskiptum við aðra augliti til auglitis og í gegnum netið Margir verða háðir samskiptamiðlum og sumir skoða þá mörgum sinnum á dag Ekki síst bíða sumir eftir viðbrögðum annarra við myndum og öðrum innleggjum Of fá „like“ geta eyðilagt daginn fyrir sumum Hvaða samfélagsmiðla notið þið mest og hvernig notið þið þá? Hefur þessi miðill aldurstakmark? Samfélagsmidlar Af hverju fæ ég bara 3 " læk"??

Hann var svoona STÓÓÓÓR!!! Ég sá hann!! Dánarfregnir og jardarfarir Sjónvarp, útvarp, dagblöð og tímarit eru dæmi um fjölmiðla Þeir eru stundum kallaðir gömlu miðlarnir og þeim er stýrt af fáum einstaklingum Í fjölmiðlum er sent út alls konar efni og móttakendurnir eru margir Það er mikill munur á fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Fólk getur yfirleitt ekki sent skilaboð eða athugasemdir beint til fjölmiðla Hvernig gætir þú til dæmis látið vita að þér líki við einhvern tiltekinn þátt í sjónvarpi? Í samfélagsmiðlum er það hins vegar mjög auðvelt Þú einfaldlega sendir „like“ eða broskall á það efni sem þér líkar og það kemst strax til skila Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er sérstaklega fjallað um áhrif fjölmiðla á börn og unglinga Í honum stendur að það verði að vernda þau fyrir skaðlegu efni í fjölmiðlum Meðal efnis semmá sjá í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum er ofbeldi, klám og misnotkun Stundum eru fjölmiðlar og samfélagsmiðlar líka notaðir til að dreifa upplýsingum sem eru ekki réttar, við köllum slíkar fréttir eða upplýsingar falsfréttir Það eru til dæmis mörg myndbönd á netinu þar sem því er haldið fram að jörðin sé flöt. Fjölmidlar Hugsaðu um samtal við góðan vin Fyrst í gegnum netspjall og svo augliti til auglitis Hvort er betra og hvers vegna? Skiptir máli um hvað þið eruð að tala? 19

20 • Við tilheyrummörgum ólíkum hópum Mikilvægasti hópurinn er fjölskyldan Svo koma vinirnir, skólafélagarnir, félagar í íþróttum eða öðrum tómstundum • Við lærum leikreglur samfélagsins í gegnum félagsmótun Með félagsmótun er okkur kennt að haga okkur í samfélaginu • Mikilvægustu félagsmótunaraðilarnir eru fjölskyldan, vinahópurinn, skólinn, samfélagsmiðlar og fjölmiðlar • Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif því þeir miðla skoðunum, viðhorfum og væntingum Þeir hafa áhrif á hvað okkur á að finnast, hvernig við eigum að haga okkur og fleira. Samantekt Verkefni Hvaða hópum tilheyrið þið? Gerið hugarkort yfir alla þá hópa sem þið tilheyrið og raðið þeim eftir mikilvægi fyrir ykkur Hvað er átt við með vináttu? a) Nefnið að minnsta kosti 3 jákvæða eiginleika sem allir vinir ættu að hafa b) Hvað gætuð þið gert betur sem vinir? Teiknið mynd af góðum vini og skráið hvaða einkennir hann Nefnið nokkur dæmi um hvað a) fjölskyldan hefur kennt ykkur b) vinirnir hafa kennt ykkur c) skólinn hefur kennt ykkur 1 2 3

21 Hvaða áhrif hafa fjölmiðlar eða samfélagsmiðlar á börn og unglinga? a) Hvað gæti verið jákvætt? b) Hvað gæti verið neikvætt? Hvað hafa fjölskyldur ykkar, vinir ykkar eða skólinn lært af ykkur? Sumir samfélagsmiðlar eru með aldursmörk Hvaða aldurstakmark er á vinsælustu samfélagsmiðlunum sem fólk er að nota í dag? Af hverju heldur þú að þessi aldursmörk séu sett? Ykkur er falið að búa til reglur um netnotkun meðal bekkjarfélaga ykkar Gerið könnun í bekknum á því hversu mikinn tíma hver og einn notar á netinu á hverjum degi Skráið niðurstöður ykkar og gerið leynilegan pott þar semmiðunum er safnað saman Skráið síðan niðurstöðurnar og berið þær saman a) Ætti að vera hámarkstími fyrir nemendur á ykkar aldri á netinu daglega? Hversu langur tími ætti það að vera? b) Hvers konar efni horfir bekkurinn þinn mest á? c) Er munur á því efni sem stelpur og strákar horfa á? d) Prófið að hlaða niður smáforriti (appi) í símann ykkar til að skoða skjánotkun dagsins og berið saman bækur ykkar eftir daginn 5 4 7 6

Skrifadar og óskrifadar reglur 22 SAMSKIPTI Þegar þú fæddist kunnir þú ekkert Eftir því sem þú eltist lærðir þú að haga þér innan um aðra Þú lærðir til dæmis að pissa í klósett, að borða með skeið og að leika við aðra krakka Í öllum samfélögum eru reglur um hvað fólk má gera og hvað ekki Við segjum stundum að sá sem fer eftir reglum í samskiptum við aðra sé til fyrirmyndar Sumar reglur eru skrifaðar niður en aðrar eru óskrifaðar Óskrifuðu reglurnar eru miklu fleiri en skrifuðu reglurnar. Þær eru bara til sem hugmyndir í huga fólks Reglur eru settar til að auka öryggi okkar, halda friðinn og skapa réttlæti fyrir alla Í þessum kafla ætlum við að læra um: • reglur í samskiptum við aðra: Skráðar og óskráðar reglur • jafnrétti, mismunun og fordóma • jákvæð og neikvæð samskipti

23 Hvaða reglum getum við bætt við í þessa flokka? Ekki segja frá hvernig spennandi kvikmynd endar Ekki prumpa innan um fólk. HÓÓÓÓSTTT!!!! Oj j j! ... svo kom halti gaurinn og drap pau! Ég var ad segja pér ad ég væri ekki búin ad sjá myndina! Glætan ad ég nenni ad bída í pessari röd! Færid ykkur! Nennid pid ad yta á 3. hæd! Lög í landinu Umferdarreglur Skólareglur Med lögum skal land byggja! Ekki trodast fram fyrir í röd Halda fyrir munninn pegar pú hóstar. SKRÁDAR REGLUR ‒ LÖG ÓSKRÁDAR REGLUR

24 Skólinn hefur mikil áhrif á líf okkar allra og þar gilda margs konar reglur Sumar reglnanna eru settar til þess að okkur líði sem best í skólanum eða til að tryggja að allt sé í röð og reglu Það er ætlast til að allir fari eftir reglunum, þess vegna voru þær búnar til Ímyndaðu þér bara hvernig væri að vera í skóla ef enginn færi eftir reglum þar Við eigum til dæmis að taka tillit hvert til annars og sýna skilning og umburðalyndi Við verðum líka að þora að tala hreint út og láta vita af hegðun sem er ekki góð Þannig getum við búið til góða liðsheild og gott andrúmsloft – ekki bara í skólanum heldur alls staðar Skólinn Biddu foreldra þína eða einhverja aðra fullorðna að segja þér frá þremur eftirminnilegum atburðum úr skólagöngu sinni Hver voru helstu uppátækin og af hverju? Hvernig var andrúmsloftið í skólanum? Hefðu þau viljað hafa eitthvað öðruvísi? Verum kurteis og tillitssöm Vid lídum ekki einelti Regla 3 Regla 2 Göngum vel um stofuna okkar Regla 4 Verum gód vid hvert annad Regla 1

25 Vinir Vinir eru ákaflega mikilvægir bæði innan fjölskyldunnar og meðal jafnaldra Raunveruleg vinátta þýðir að gefa af sér án þess að ætlast til þess að fá eitthvað í staðinn Góðum vini eða vinum líkar við þig einmitt eins og þú ert – þú þarft ekki að reyna að leika eitthvað annað Til að eiga góðan vin verður þú að vera góður vinur á móti Góðir vinir standa hver með öðrum þegar á reynir, þeir geta þagað yfir leyndarmálum og þeir verða að kunna að hlusta Það er ekki góður vinur sem baktalar (talar illa um) þig Við getum alveg sagt að það sé ljótur siður að baktala annað fólk – alveg sama hvað Hvaða hugmyndir hefur þú um hvað er að vera góður vinur? Reyndu að svara eftirfarandi spurningum og jafnvel að bæta fleiri spurningum við: 1 Ein af reglunum um vináttu er að við eigum ekki að baktala vini okkar Eru einhverjar fleiri reglur sem þér dettur í hug að ættu að vera um vináttu? 2 Er einhver í vinahópnum sem ræður meira en aðrir? Ef svo er – af hverju? 3 Gerir þú endalaust grín að vinum þínum eða sýnir þú þeim virðingu? Hvernig getum við sýnt vinum okkar virðingu? 4 Góður vinur kann að hlusta og leyfir hinum að tala án þess að grípa stöðugt fram í Fá allir í hópnum að segja sína skoðun? 5 Hvernig takið þið á vandamálum sem koma upp í vinahópnum? Hvernig leysið þið til dæmis úr því ef einhver er skilin/n útundan eða lagður/lögð í einelti? 6 Hvernig er hægt að breyta því sem er ekki nógu gott í samskiptum innan hópsins? Má „segja upp“ vinasambandi og ef svo er, hvernig er best að gera það? Hvernig er ad vera gódur vinur?

26 Ha ha! Stína er skotin í Lalla! Stína er skotin í Lalla! Stína er skotin í Lalla! Stína er skotin í Lalla og segir Möggu vinkonu sinni frá því Magga segir Fríðu frá leyndarmálinu og brátt vita allir í skólanum um þetta Braut Magga trúnað við Stínu? Hvað er hægt að gera í málinu innan vinahópsins? Ég er skotin í Lalla! Veistu hvað! Stína er skotin í Lalla! Jiii í alvöru?! Hei, krakkar! Stína er skotin í Lalla! Voruð þið búin að heyra að Stína er skotin í Lalla?! Ha? Er Stína skotin í Palla? PALLI!!! Nei! LALLA! Hún er skotin í Lalla! Stína er skotin í Lalla! LAAALLLI!! Vá! Veit Lalli af þessu? ! Í smíðatíma Í frímínútum Vinslit Stundum kemur það fyrir að bestu vinir hætta að vera bestu vinir Kannski kemur eitthvað upp á en oft er þetta eðlileg þróun á vináttu Ástæðan er að við þroskumst og breytumst Þess vegna er ekkert undarlegt eða skrítið að skipta um vini Margir nemendur upplifa einmitt þetta þegar þeir ljúka miðstigi skólans og færast yfir á unglingastig. Vinslit geta verið erfið og það er oft erfitt að horfa á eftir góðum vini. Þetta á ekki síst við um þau sem er hafnað Höfnun er oftast vond og sumir upplifa hana sem svik Við verðum samt að muna að við erum ekkert betri eða verri manneskjur þótt vinátta taki enda Við getum velt fyrir okkur hvort við viljum eiga vin sem vill ekki vera vinur okkar lengur Hver er þín skoðun á því? Viljum við eiga vin sem vill ekki vera vinur okkar? Af hverju/af hverju ekki?

27 Flest okkar viljum eiga í góðum samskiptum við aðra Til að geta það verðum við að geta sett okkur í spor annarra Munurinn á mönnum og dýrum er m.a. sá að við höfum þennan hæfileika en ekki dýrin. En við verðum líka að kunna að hlusta og sýna öðrum athygli Allir vita hversu leiðinlegt það getur verið að vera innan um fólk sem hvorki hlustar né veitir okkur athygli. Það er spurning hvort við getum yfirhöfuð talað um slíka hegðun sem samskipti Ef þú ert til dæmis stöðugt í símanum á meðan þú ert að tala við aðra þá er líklegt að samskiptin endist ekki lengi Stundum eru orðin jákvæð athygli og neikvæð athygli notuð í samskiptum við aðra Dæmi um jákvæða athygli getur verið bros, hrós, þakkir, áhugi og aðdáun Öll þessi atriði hafa áhrif og geta glatt þann sem þú átt í samskiptum við Prófaðu bara að brosa framan í vini þína og sjáðu hvað gerist Svo er það hin gerðin – sú sem kallast neikvæð athygli Dæmi um svoleiðis athygli er að horfa framhjá fólki og láta eins og það sé ekki til Hatursorðræða, einelti og vanþakklæti eru líka dæmi um neikvæða athygli Hún getur verið mjög skaðleg og eitrað andrúmsloftið Hvernig var síðasta hrós sem þú fékkst? Hvernig hrósaðir þú síðast? Hvað er hægt að gera ef þú upplifir neikvæða framkomu gagnvart einhverjum? Jákvæd og neikvæd samskipti Þú ert svo flinkur að teikna! Finnst þér það? Takk! Vel gert! Fallegt! Aumingi! Gleraugnaglámur!

28 Rannsókn Þú vinnur á rannsóknarstofu og átt að rannsaka sjálfa/n þig í einn dag. Ímyndaðu þér að þú horfir á þig og fylgist með samskiptum þínum við aðra Þú gætir skráð eftirfarandi hugleiðingar niður: Jafnrétti og mismunun Í annarri grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna stendur: ÖLL BÖRN ERU JÖFN „Öll börn eiga að njóta allra réttinda Barnasáttmálans án tillits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaða tungumál þau tala, á hvað þau trúa, hvernig þau hugsa og líta út, af hvaða kyni þau eru, hvort þau eru fötluð, rík eða fátæk og án tillits til þess hvað fjölskylda þeirra gerir eða trúir á Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti “ Orðin jafnrétti og mismunun eru nátengd orð Mismunun á sér oft stað vegna fordóma semmerkir að dæma aðra fyrir fram Fordómar eru neikvæðar skoðanir og viðhorf um aðra. Fordómar byggja yfirleitt á þekkingarleysi Hægt er að minnka fordóma með upplýsingum og aukinni fræðslu Sagði ég eitthvað óvinsamlegt? Var ég kurteis og sýndi vinalegt viðmót? Særði ég einhvern í dag og gæti þurft a ð biðjast afsökunar? Hrósaði ég?

29 Einelti er ofbeldi Stundum er það líkamlegt, stundum andlegt og stundum hvort tveggja. Við getum sagt að sá sem upplifir mikla stríðni, hótanir eða niðrandi ummæli um sig hafi orðið fyrir andlegu ofbeldi. Það getur líka flokkast sem andlegt ofbeldi þegar einstaklingur er skilinn útundan eða er frystur út úr vinahópi eða bekknum Stundum beinist andlega ofbeldið gegn einstaklingi en stundum gegn ákveðnum hópum, til dæmis út frá kyni, litarhætti eða trúarbrögðum Líkamlegt ofbeldi getur til dæmis verið spörk, kýlingar, hrindingar, að halda einhverjum föstum og margt fleira. Stundum er erfitt að átta sig á af hverju sumir verða fyrir einelti Ástæðurnar geta verið fjölmargar Þau sem fyrir því verða standa oft ein andspænis hóp sem níðist á þeim Það getur verið erfitt að verja sig við slíkar aðstæður. Hluti þeirra barna sem tekur þátt í að leggja aðra í einelti gerir það jafnvel þó þau viti að það sé rangt og ljótt Hvad er einelti? Hafið þið einhvern tíma orðið vitni að einelti? Ef svo er gerðuð þið eitthvað til að stoppa það? Hvernig mynduð þið reyna að leysa vandamálið? Hvern mynduð þið tala við? Félagslegt Andlegt Líkamlegt Neteinelti Oj! Ljótur! Það nennir þér enginn!

30 Hvad gerir pú? Af hverju leggur einhver aðra í einelti? Eru þeir sem það gera öðruvísi en aðrir krakkar? Svarið er að það er ekkert eitt sem einkennir gerendurna Sumar rannsóknir segja að þau börn sem leggja aðra í einelti séu árásarhneigðari en önnur börn og finnist allt í lagi að beita ofbeldi. Margir gerendur eru skapmiklir og vilja ráða yfir öðrum. Þetta eru oft krakkar sem eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Hvað getur þú gert ef þú verður vitni að einelti? Það krefst hugrekkis að grípa inn í slíkar aðstæður Oft getur verið nóg að segja hátt og skýrt að „ég tek ekki þátt í þessu“ eða „stopp, hættið þessu “ Ef þú þorir getur verið að fleiri þori líka að segja það sama og styðja þann sem verið er að leggja í einelti Ef þetta dugar ekki, er best að láta einhvern fullorðinn vita STOPP!

31 Einelti á netinu Einelti fer fram í raunheimum og líka á samfélagsmiðlum Það sem einkennir einelti á samfélagsmiðlum er: • nafnleysi; á netinu þurfa gerendur ekki að koma fram undir nafni, þeir geta verið nafnlausir Sá sem verður fyrir eineltinu veit ekki alltaf hver gerandinn er. Ef maður veit ekki hver gerandinn er þá er erfiðara að verja sig • minna eftirlit; foreldrar og kennarar eiga oft erfitt með að átta sig á neteinelti því þau sjá ekki samskiptin • feluleikur; sumum finnst auðveldara að segja eitthvað ljótt um eða við aðra sem þau sjá ekki • hröð útbreiðsla; ef einhver deilir til dæmis ljótum sögum til vina og kunningja og þeir deila svo áfram til vina og kunningja á samfélagsmiðlum, getur slúðrið náð hratt út til mjög margra á stuttum tíma Gullna reglan í samskiptum á samfélagsmiðlum er: NETORDIN FIMM 1 Allt sem þú gerir á netinu endurspeglar hver þú ert 2 Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig 3 Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er 4 Mundu að efni sem þú setur á netið er öllum opið, alltaf 5 Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á netinu Skrifadu aldrei neitt sem pú getur ekki sagt vid fólk beint pegar pad stendur fyrir framan pig saft.is

32 • Í öllum samfélögum eru skráðar og óskráðar reglur sem segja til um hvernig við eigum að haga okkur í samskiptum við aðra Okkur eru kenndar þessar reglur með félagsmótun • Í samskiptummilli fólks er hægt að sýna bæði jákvæða, neikvæða eða þá enga athygli • Hrós eða bros er dæmi um jákvæð samskipti en einelti er ofbeldi, það er dæmi um neikvæð samskipti • Fordómar þýða að dæma fyrir fram Fordómar byggjast oftast á þekkingarleysi Besta vörnin gegn fordómum er fræðsla og þekking • Samkvæmt íslenskum lögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er hvers konar mismunun bönnuð Allir hafa sama rétt Samantekt Verkefni Til hvers eru reglur? Útbúið saman tvo lista með fimm til tíu skráðum og óskráðum reglum sem þið þekkið Hvað þýða hugtökin jafnrétti, mismunun og fordómar? a) Hvaða leið er best til þess fallin að útrýma fordómum? En mismunun? 1 2

33 Hvað merkir það að vera kurteis? a) Búið til nokkur dæmi um siði og venjur sem tengjast kurteisi b) Haldið þið að það sem kallast kurteisi sé eins alls staðar í heiminum? c) Er hægt að vera of kurteis? Ef svo er, hvernig þá? Hvernig er best að haga sér á netinu? a) Má fólk setja hvað sem er á netið? b) Hverjum eigið þið að treysta fyrir upplýsingum um ykkur á netinu? c) Hvað er hægt að gera ef einhver biður ykkur um að senda sér myndir af ykkur? Skiptir máli ef viðkomandi býður greiðslu fyrir myndina? Hvað er hægt að gera ef þið lendið í einelti á netinu? 3 4 5

34 Í þessum kafla ætlum við að læra um: • hvernig við lifum lífinu • heilbrigðan lífstíl • matarvenjur, hreyfingu og svefn Heilbrigdur lífsstíll Þið hafið örugglega oft heyrt þetta orð áður, heilbrigður lífsstíll, er það ekki? Fyrir flesta er heilbrigður lífsstíll það að borða hollan og góðan mat og gæta hófs Það þýðir eiginlega bara að borða ekki of mikið en heldur ekki of lítið Svo þurfum við að hreyfa okkur reglulega og sofa nóg Við þekkjum öll hvað það er gott að sofa nóg og vakna úthvíld Flest vitum við hvað er hollt að borða og hvað ekki Hvað dettur ykkur í hug þegar þið hugsið um hvað sé hollt og hvað ekki? HEILBRIGD SÁL Í HRAUSTUM LÍKAMA

35 Matarvenjur Það sem við borðum hefur mikil áhrif á heilsuna og hvernig okkur líður Þess vegna er mikilvægt að borða fjölbreyttan mat, borða reglulega og njóta þess að borða Hollur og fjölbreyttur matur gefur okkur þau efni sem líkaminn þarf á að halda og leggur grunn að góðri heilsu Margir reyna að minnka sykur í matnum og neysla á grænmeti og ávöxtum hefur stóraukist Margir velja líka lífsstíl án kjöts og dýraafurða Borðaðu grænmetið þitt, Jói Érrraððí

36 Grænkerar Sumir reyna að borða minna af kjöti og vilja frekar borða meira grænmeti, korn, baunir og hnetur Aðrir hafa ákveðið að sleppa alveg kjöti og mat úr dýraríkinu og gerast grænkerar Sá sem er grænkeri borðar engar dýraafurðir til dæmis hvorki mjólk, ost, hunang né egg Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk velur að verða grænkerar Sumir telja að rangt sé að fara með dýr eins og einhverja hluti. Aðrir tala um umhverfisvernd og enn aðrir velja grænmetisfæði vegna þess að þeim líður betur á þannig fæði Hvaða orkudrykkir eru vinsælastir í dag? Hvaða efni eru í þeim? Lesið á umbúðir nokkurra orkudrykkja og skráið niðurstöður ykkar Af öllum drykkjum er vatn hollasti og besti drykkurinn Sum börn og unglingar drekka mikð af gosi, söfum og orkudrykkjum Sætir drykkir eru slæmir fyrir tennur og fyrir líkamann

Aukin lífsgædi Aukid pol 37 Hreyfing Hreyfing er góð fyrir heilsuna. Hún getur komið í veg fyrir alls konar veikindi fyrir utan að hún hefur áhrif á skapið og eykur hamingju. Sérfræðingar mæla með að fólk hreyfi sig að lágmarki 30-60 mínútur á hverjum degi Þú þarft að reyna örlítið á þig í leiðinni Helst þarftu að fá hjartað til að slá hraðar Þú getur gert það með því að ganga frekar hratt Þú þarf ekkert endilega að hlaupa til að mæðast Stundið þið einhverja líkamsrækt? Hverja? Hvaða hreyfing er vinsælust í bekknum? HVAD GERIST PEGAR FÓLK HREYFIR SIG? Betri andleg lídan Aukid sjálfstraust Hreyfing

38 Náttúran og hreyfing Þeir sem hreyfa sig reglulega vita hvað það er góð tilfinning þegar líkaminn lætur að stjórn. En hvað er hægt að gera utandyra til að auka hreyfingu? Koma ykkur í hug fleiri leiðir en sjást á myndinni til að hreyfa sig meira úti? Hvað væri það? spila fótbolta fara í fjallgöngu róa árabát fara á hjólabretti tína ber ganga eða hjóla í skólann

39 búa til snjókarl hjóla hlaupa fara á skíði eða bretti fara í útilegu rækta grænmeti fara í sund fara í snúsnú vaða í sjónum fara í útileiki

Hversu langan tíma purfid pid ad sofa? 40 Svefn Flest öllum finnst gott að sofa. Svefninn er eitt það mikilvægasta sem við gerum því hann gefur líkamanum tækifæri til að hvílast Þegar við sofum fær heilinn líka hvíld og tíma til að vinna úr öllu því sem við erum að hugsa um á daginn. Við þekkjum öll tilfinninguna sem fylgir því að sofa ekki nóg Mörg okkar geta orðið mjög úrill Vonandi ert þú ekki í þeim hópi 0–5 ára = 10–17 tíma 6–13 ára = 9–11 tíma 14–17 ára = 8–10 tíma Hversu marga klukkutíma sofið þið yfirleitt á hverri nóttu? Hvernig líður ykkur ef þið sofið of lítið? Dreymir ykkur á nóttunni?

41 Svefnvenjur Reynid ad venja ykkur á ad fara alltaf ad sofa á sama tíma. Slökkvid á snjalltækjum klukkutíma ádur en pid farid ad sofa. Hafid passlega kalt í herberginu ykkar. Pau sem hreyfa sig vel yfir daginn eru yfirleitt preyttari og sofna fyrr. Lesid bók.

42 • Stöðugt fleiri hafa áttað sig á að matur hefur áhrif á heilsu, bæði andlega og líkamlega Þau reyna að velja hollan mat • Hreyfing er frábær leið til að bæta líkamlega og andlega heilsu. • Hreyfingu er hægt að stunda inni og úti. • Svefninn er nauðsynlegur því þá fær líkaminn tækifæri til að hvílast og endurnærast • Mikilvægt er að hafa góðar svefnvenjur Samantekt Verkefni Hvernig skiljið þið setninguna Heilbrigð sál í hraustum líkama? Hvað þurfum við að gera til að verða heilbrigð sál í hraustum líkama? Af hverju þarf fólk að sofa? Hvaða afleiðingar getur það haft að sofa of lítið? 1 2 Gerið könnun í bekknum á því hversu mikið hver og einn sefur að meðaltali á viku a) Útbúið súlurit með niðurstöðunum b) Þau sem sofa of lítið geta orðið úrill. Hvernig tilfinning er það? 3

HREYFING Dagsetning Hvað varstu að gera? Gerðu ráð fyrir að fara út daglega, t.d. í æfingar, sund, út að hjóla eða í stuttar gönguferðir Þegar þú ert búin/n að fylla út blaðið skilar þú því til Tími Kvittun og færð nýtt blað Gangi þér vel! 43 Hvaða matur er vinsælastur í bekknum? Útbúið saman uppskriftabók bekkjarins og deilið hvert með öðru Skráið hjá ykkur hreyfingu sem þið stundið í eina viku. 4 5

44 Í þessum kafla ætlum við að læra um: • geðheilsu • kvíða • mikilvægi þess að ræða saman • hvernig er lífið í skólanum Gedheilsa Góð geðheilsa er undirstaða þess að líða vel. Ef þú skoðar vefinn Heilsuvera.is stendur að góð geðheilsa þýði að okkur líði yfirleitt vel, séum sátt við okkur sjálf og eigum góð samskipti við annað fólk Góð geðheilsa þýðir líka að við gefumst ekki upp þótt við lendum stundum í einhverju mótlæti Góð geðheilsa þýðir ekki að við séum laus við öll vandamál eða líði ekki stundum illa Það er bara partur af lífinu. ANDLEG LÍDAN

45 Ræðið saman: Hvað getum við gert til að eiga góð samskipti við annað fólk? Gedordin tíu Með því að hugsa jákvætt um lífið og tilveruna ertu að stunda geðrækt Það gerum við meðal annars með geðorðunum tíu: • Hugsaðu jákvætt, það er léttara • Hlúðu að því sem þér þykir vænt um. • Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir. • Lærðu af mistökum þínum. • Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina. • Flæktu ekki líf þitt að óþörfu. • Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig. • Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup. • Finndu og ræktaðu hæfileika þína. • Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast Embætti landlæknis

46 Kvídi Sumt fólk þjáist af kvíða Kvíði er eðlilegur og hann getur verndað okkur í hættulegum aðstæðum Líkamleg viðbrögð við kvíða, eins og ör hjartsláttur, hraðari öndun og spenntir vöðvar hjálpa okkur að bregðast við hratt við hættum Þó kvíði sé eðlileg og gagnleg tilfinning, getur of mikill kvíði verið slæmur. Myndir þú þora að synda yfir fljót sem er fullt af krókódílum? Þau sem eru ekki hrædd við neitt myndu gera það og kannski kæmust þau yfir. En þau gætu líka verið étin á leiðinni Hangir pú á bláprædi? Svaradu strax! Æfing Læra Stæ próf Vera kúl Keppa Vera bestur æ píanó Svaradu! NÚNA!

hjartsláttar- köst preyta munnpurrkur ógledi svimi sviti 47 Skoðaðu myndina Þekkir þú þessi einkenni sem talin eru upp? Andleg einkenni Líkamleg einkenni Ef þú þekkir þessi einkenni og ert alltaf að hugsa um eitthvert þeirra skaltu ræða vandamálið við þá sem þú teystir Það eru til margar leiðir til að minnka kvíða. áhyggjur einbeitingarskortur neikvædar hugsanir ópolinmædi reidi eirdarleysi

Fádu hjálp! Öll þurfum við á hjálp að halda einhverntíma en stundum þarf hugrekki til að viðurkenna það Skoðaðu myndirnar og veltu fyrir þér hvort eitthvað passar við þig Ef svo er þarftu að hugsa vel hvort þú þarft hjálp Þú getur talað við kennarann þinn eða námsráðgjafa og svo má líka alltaf hringja í neyðarsímann 1-1-2 og ræða við starfsfólkið þar eða fara í netspjallið 112 is Enginn skilur mig! Ég er mjög döpur Hjálp! Hjálp! Það er erfitt heima hjá mér Hjálp! Ég er alltaf reið! Hjálp! Mig langar að meiða mig Hjálp!

49 Mér finnst ég misheppnuð Það er alltaf verið að stríða mér Ég er alltaf grátandi Ég er svo hrædd um að eitthvað komi fyrir mig Ég er einmana Ég get ekki sofið Hjálp! Hjálp! Hjálp! Hjálp! Hjálp! Hjálp!

50 Tölum saman Á hverjum degi erum við í samskiptum við annað fólk Við ættum því öll að vera sérfræðingar í samskiptum Mikill munur er á hversu fólk á auðvelt með að tjá sig eða tala um tilfinningar og vandamál eins og kvíða. Sumir eiga ekki í nokkrum erfiðleikummeðan aðrir koma ekki upp einu orði. Skoðaðu því myndirnar vel Hvernig getum við talað og hlustað Við tölum ekki bara með orðum heldur með öllum líkamanum Fólk sem er reitt verður oft eldrautt í framan og andar hratt Svo er líka hægt að segja mikið með þögn Ef kennarinn hættir allt í einu að tala og horfir á ykkur í bekknum í nokkrar mínútur, hvernig bregðist þið við? Þið mynduð örugglega hugsa „Hvað er að?“ Af hverju hætti kennarinn að tala? Þetta verður allt í lagi, vittu til! Ef pid deilid áhyggjum ykkar virdast pær einhvern veginn minnka. Um leid og pid talid vid einhvern um pad hvernig ykkur lídur eru pid ekki lengur ein. Áhyggjur! Áhyggjur!

51 Ég þarf að segja þér svolítið Segðu mér við leysum þetta saman! Öhm hérna Ad tala um vandamálid gerir ykkur ekki veikari heldur hugrakkari og sterkari. Sumum finnst gott ad tala vid vini um tilfinningar og vilja deila tilfinningum med peim. Ad tala um eigin tilfinningar hjálpar ykkur ad skilja betur af hverju ykkur lídur eins og ykkur lídur. Sumir verda stressadir ef peir tala um pad hvernig peim lídur.

52 Ad hlusta Það er mikilvægt segja frá ef eitthvað er að Það er ekki síður mikilvægt hlusta vel og reyna að hjálpa öðrum ef þeim líður illa Góður hlustandi: • dæmir ekki • leyfir hinum að klára að tala án þess að grípa fram í • sýnir þolinmæli • sýnir umhyggju til dæmis með knúsi eða hrósi Þú ert góður í að hlusta, takk! Bíp!* * Þýðing: Auðvitað! Við erum bestu vinir! Halló? Heyrir einhver í mér? Halló?

53 Slökun og öndun Ef þér líður þannig að líkami þinn er spenntur og órólegur er gott að: Brosa! Það hjálpar þér og öðrum að slaka á og líða betur Hreyfa sig Sumir þurfa bara að fá útrás ef þeir eru stressaðir og þá er gott að hreyfa sig Hjólaðu, hlauptu, dansaðu, farðu í boltaleik eða annað sem hjálpar þér Slaka á Leggjast niður og slaka á með lokuð augun Anda djúpt og rólega í gegnummunninn Hvað heyrir þú? Hvaða lykt finnur þú?

54 Jákvæð orð og hugsanir geta hjálpað þér að líða betur Horfðu í spegil og talaðu við þig á jákvæðan hátt Klappaðu þér á bakið og segðu það sem stendur í regnboganum Jákvædni Ég ber umhyggju fyrir ödrum Ég get petta Ég vil gera betur næst Ég næ árangri Ég er stolt/ur af mér Ég er sterk persóna Ég legg mig fram í pví sem ég geri

55 Ég hjálpa ödrum Ég er skemmtileg og fyndin manneskja Ég ætla ad reyna Ég er gódur vinur og félagi Ég er heidarleg/ur/t Ég dæmi ekki adra Ég er gódur hlustandi Ég elska mig sjálfa/nn/t

56 Lífid í skólanum Hvernig er lífið í skólanum þínum? Það sem einkennir lífið í skólum kallast skólabragur Taktu vel eftir hvernig öll samskipti eru í skólanum þínum Skólabragurinn getur verið bæði góður og slæmur Þar sem skólabragurinn er góður einkennast samskiptin af virðingu og væntumþykju Hvernig heldur þú þá að slæmur skólabragur sé? Jú, mikið rétt, hann einkennist af virðingarleysi, einelti, útskúfun og öðru ofbeldi Það vill engin/n vera í þannig skóla eða hvað? Flestum krökkum finnst gaman í skólanum. Öðrum finnst ekki alveg eins gaman Suma daga erum við spennt að mæta en aðra daga nennum við varla fram úr rúminu Þetta á jafnt við um börn og fullorðna og er alveg eðlilegt Góður skólabragur er hvetjandi og hjálpar bæði nemendum og fullorðnum að líða vel í skólanum

57 Hvernig er skólabragurinn í þínum bekk/skóla? Hvernig getur þú hjálpað til við að skapa góðan skólabrag þar sem öllum líður vel?

58 • Geðrækt gerir okkur færari í að skilja og tjá tilfinningar. Með geðrækt er líka hægt að auka sjálfstraust • Flestum líður almennt vel en ef þið finnið fyrir kvíða þurfið þið að tala um það við einhvern sem þið treystið • Kvíði er eðlileg tilfinning. Ef kvíðinn hefur of mikil áhrif á líf okkar er mikilvægt að leita hjálpar • Að tala saman er góð leið til að leysa vandamál og kvíða Það er líka mikilvægt að hlusta vel á aðra sem vilja tjá sig • Með skólabrag er átt við aðstæður í skólanum Góður skólabragur er mikilvægur svo að öllum líði vel Samantekt Verkefni Hvað getum við gert til að bæta geðheilsuna? Skráið saman öll þau atriði sem ykkur dettur í hug og forgangsraðið þeim frá 1-10 Lestu um geðorðin tíu á bls 45 Veljið eitt þeirra og búið til veggspjald með mynd sem lýsir boðskapnum 1 2

59 Kvíði getur verið til góðs en líka til vandræða a) Hverjir eru helstu kostir og gallar við kvíða? b) Hvernig er hægt að hjálpa fólki sem þjáist af kvíða? c) Skoðið myndina á bls 47 Hvernig lýsir kvíði sér? Við tölum ekki bara saman með orðum heldur líka með líkamanum Getið þið nefnt nokkur dæmi um hvernig hægt er að tjá sig án þess að nota orð? Hvað er átt við með jákvæðri hugsun? Hvað er átt við með skólabrag? Hvernig myndir þú lýsa góðum skólabrag? Nýr nemandi mætir í bekkinn þinn í fyrsta skipti Nemandinn þekkir ykkur ekki og ekki heldur kennarann Það er augljóst að honum líður ekki vel, hann svitnar og virkar kvíðinn Vinnið saman í hóp og gerið tillögur: a) Hvernig ætlið þið að taka á móti þessum nýja bekkjarfélaga? b) Hvað skapar góðan bekkjaranda? 3 4 6 5 7

60 Í þessum kafla ætlum við að læra um: • kynþroska • líkamsvirðingu og samfélagsmiðla • kynheilbrigði og kynvitund • ábyrgð í kynlífi og að setja mörk NÆSTA STOPP KYNPROSKINN MAMMA!!!! Ég á engin föööt!! Bjakk! M AA A! M MM A . .

61 Tími breytinga Kynþroski er mjög sérstakur tími því þá er líkami okkar að breytast úr barni í fullorðinn Breytingar sem verða á í líkamanum hafa áhrif á hvernig okkur líður Við kynþroska myndast efni í líkamanum sem kallast hormón og það setur í gang miklar breytingar. Breytingin tekur mislangan tíma, oftast eitt til fimm ár Hjá sumum gerist þetta hratt en hjá öðrum gengur það hægar Kynþroskinn byrjar yfirleitt einu til tveimur árum fyrr hjá stelpum en strákum. Flest okkar upplifa líkamlegar breytingar og tilfinningasveiflur sem eru alveg eðlilegar og hluti af breytingunum Á þessum tíma reyna krakkar nýja hluti og prófa sig áframmeð fatastíl, tónlist og fleira. Það er því ekkert undarlegt þó að margir krakkar efist um sjálfa sig og viti engan veginn hvað þeir vilja. Vinasambönd geta líka breyst, ástarsambönd byrja og hætta og áhugamál breytast Þess vegna upplifa sumir krakkar mikið óöryggi og kvíða á þessu tímabili Það á þó alls ekki við um alla og mörgum þykir þetta vera spennandi og skemmtilegt tímabil Gelgjur! Þið hafið örugglega heyrt orðið gelgja eða gelgjuskeid eða jafnvel unglingaveiki og unglingavandamál Eru unglingar vandamál? Hvernig skiljið þið orðið gelgja eða gelgjuskeið? Ef þið þekkið þetta orð ekki skuluð þið leita upplýsinga um það Spyrjið fólkið heima hjá ykkur hvernig því fannst að ganga í gegnum kynþroskatímabilið Hvað var best/skemmtilegast og hvað var erfiðast?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=