Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 9 Umræður í upphafi: Áður en vinna með kaflann hefst er gott að ræða við bekkinn um skilning þeirra á orðinu samfélag og biðja nemendur að nefna dæmi um samfélög sem þeir þekkja. Í 5. útgáfu íslensku orðabókarinnar frá 2010 er orðið samfélag skilgreint sem „samvist, samvera“ annars vegar og „stærri eða smærri hópur manna sem lifa saman (samtímis, á sama stað, í sama ríki o.s.frv.), þjóðfélag“ hins vegar. Það getur verið skemmtilegt að rýna aðeins í þessi orð með bekknum því þau eru gegnsæ og lýsandi. Til dæmis sam+félag – félag eða félagar sem eru saman, sam+vera – að vera saman og svo framvegis. Hvað er samfélag? Bls 4–5 Hvaða hópum tilheyrum við? Hugstormun eftir lestur bls. 4 og 5: Kennari biður nemendur að nefna alla hópa sem þeir tilheyra og skrifar þá jafn óðum á töflu eða skjá. Þegar listinn er tilbúinn getur verið gaman að flokka hann í flokka svo sem vini, tómstundir, fjölskyldu, búsetu og svo framvegis. Umræða úr frá myndum á bls. 5 Kennari: Stundum eru hlutverk í hópum greinileg og vel skilgreind. Í kórum er oftast stjórnandi og meðlimum kórsins er gjarna skipt í tvær eða fleiri raddir, til dæmis sópran og alt. Í íþróttaliðum eru sérhæfð hlutverk eins og markvörður, framherji og varnarmaður og í skólabílnum eru farþegar og bílstjóri. Í öðrum hópum eru hlutverkin ekki eins greinileg. Hugsaðu þér til dæmis vinahóp. Þar eru ekki skilgreind hlutverk eins og í íþróttaliði. En hafa allir meðlimir vinahópsins sama hlutverk? Í hópnum gæti til dæmis verið einhver sem tekur ákvarðanir og stjórnar því sem hópurinn gerir, einhver sem grínast, einhver sem segir lítið en fylgir hópnum og svo framvegis. Athugið að meðlimir hópa geta verið með fleiri en eitt hlutverk samtímis, eða flakkað á milli hlutverka. Spurningar til nemenda: • Hvaða hópar eru með greinilega hlutverkaskiptingu meðlima? • Hvaða hópar hafa ekki eins greinilega hlutverkaskiptingu? • Hugsaðu um hópana sem þú tilheyrir og hlutverk þitt í þeim. Í hvaða hópum eru hlutverkin greinileg og hvar ekki? Í hvaða hópum hefur þú fleiri en eitt hlutverk? Tengd verkefni í bókinni: Verkefni 1 bls. 20

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=