Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 8 SAMFÉLAGID OKKAR Bls. 4–23 Markmið þessa kafla eru meðal annars að nemendur þekki og skilji hugtakið samfélag og geri sér grein fyrir að hver einstaklingur tilheyrir mörgum samfélögum og hópum. Einnig að nemendur geri sér nokkra grein fyrir mismunandi menningu og aðstæðum fólks. Lykilhugtök kaflans Samfélag er hópur fólks sem er í meira eða minna skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag. Fólk í samfélagi fylgir oft sömu reglum og lögum og það hefur tilfinningu fyrir að tilheyra sama samfélagi. Félagsvera er einstaklingur, dýr eða vera sem þrífst best í félagsskap við aðra. Mannfólk er almennt félagsverur. Einfari er einstaklingur, dýr eða vera sem sækist eftir einveru. Félagslyndi er að líka vel og sækjast eftir að vera í félagsskap við aðra. Mannblendni. Fjölskylda: Fjölskylda er hópur einstaklinga sem á sameiginlegt heimili þar sem þeir deila saman til dæmis tómstundum, hvíld, tilfinningum, efnahag, ábyrgð og verkefnum. Fjölskyldur geta verið alls konar en algengt form er fullorðin manneskja eða manneskjur ásamt barni eða börnum. Sveitarfélag: Sveitarfélög fara með staðbundna stjórnsýslu. Sveitarfélög sjá yfirleitt um grunn- þjónustu við borgarana á borð við sorphirðu, rekstur skóla og almenningssamgöngur. Sveitarfélög ná yfirleitt yfir skýrt afmarkað svæði svo sem borg, bæ, þorp eða hérað. Mannkyn: Allt fólkið sem býr á jörðinni. Skólaskylda: Öll börn á aldrinum 6–16 ára eiga að sækja grunnskóla, nema sérstakar undanþágur séu veittar. Frumbyggi: Upprunalegur íbúi lands eða svæðis. Til dæmis þegar Evrópumenn fundu Ameríku þá bjuggu frumbyggjar þar. Regnskógur: Sígrænn skógur með lauftrjám, oftast í hitabeltinu, þar sem úrkoma er mikil flesta mánuði ársins. Amason regnskógurinn: Stærsti regnskógur heims. Mikill hluti skógarins (60%) er í Brasilíu en skógurinn teygir sig líka yfir í Perú, Kólumbíu, Bólivíu, Ekvador, Franska Gvæjana, Gvæjana, Súrínam og Venesúela. Fjölmenningarsamfélag er samfélag þar sem menningarhefðir úr mörgum áttum blandast saman. Innflytjandi (hér) er einstaklingur með fasta búsetu utan síns fæðingarlands. Nýbúi er manneskja sem hefur flust til nýs lands til að setjast þar að. Dís er yfirnáttúruleg kvenvera. Dísablót er trúarathöfn til að heiðra dís eða dísir. Fordómar eru að dæma einhvern eða eitthvað fyrir fram, oftast neikvætt, án skilnings eða þekkingar. Kynþáttur (e. race) er hugtak sem er oft notað til að skilgreina hópa fólks, til dæmis frá ákveðnum landsvæðum eða eftir erfðum og útlitseinkennum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=