Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 6 • lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta, • gert grein fyrir hlutverki nokkurra helstu stofnana samfélagsins, • gert grein fyrir hugmyndum um samhjálp og velferð og framkvæmd hennar í samfélaginu, • séð gildi slysavarna og viðbragða við slysum í heimahúsum, nærsamfélagi og náttúrunni. Samfélagsgreinar – Hugarheimur Nemandi getur: • lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á sjálfsmynd hans, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu, • metið jákvæð og neikvæð áhrif ýmissa áreita í umhverfinu á líf hans og tekið gagnrýna afstöðu til þeirra, • gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og rætt þýðingu þess, • sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn á völdum stöðum og tímum. Samfélagsgreinar – Félagsheimur Nemandi getur: • tekið þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu, • metið og brugðist við ólíkum skoðunum og upplýsingum á fordómalausan hátt, • rökrætt um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðilegum toga, • tekið þátt í samræðu um stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur, sýnt ábyrgð í samskiptum og átti sig á réttindum sínum samkvæmt alþjóðasáttmálum, • tjáð þekkingu sína og viðhorf með fjölbreyttum hætti, einn sér og í samstarfi við aðra, • nefnt dæmi um gildi jafnréttis og mannréttinda í samfélaginu og rætt áhrif staðalímynda, • sýnt sanngirni, sjálfstraust og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra, • rætt um eigin athafnir og afleiðingar þeirra, • rætt reglur í samskiptum fólks og tekið þátt í að setja sameiginlegar leikreglur með öðrum, • tekið þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt, • sýnt samferðafólki sínu tillitssemi og umhyggju. Lykilhæfni Lykilhæfni – Tjáning og miðlun Nemandi getur: • tjáð hugsanir sínar og tilfinningar skipulega og á viðeigandi hátt með ýmsum miðlum, • gert grein fyrir og miðlað af þekkingu sinni og leikni, skoðunum, hugsunum og tilfinningum á þann hátt sem við á hverju sinni, • hlustað eftir rökum og upplýsingum í samræðum og byggt upp röksemdafærslu í máli sínu og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða, • tekið mið af og lagað framsetningu að kröfum eða þörfum viðmælenda og notað viðeigandi hugtök og orðaforða sem tengist umfjöllunarefni hverju sinni, • gert grein fyrir og miðlað af þekkingu sinni og leikni, skoðunum, hugsunum og tilfinningum á þann hátt sem við á hverju sinni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=