Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 57 Öryggisbelti bls. 128 Kveikja: Kennari sýnir myndband um bílbelti. Til dæmis þetta. Til umhugsunar: • Fyrsti bíllinn kom til Ísland árið 1904. Hvenær haldið þið að lög um notkun öryggisbelta hafi verið sett á Íslandi? (Bílbeltaskylda var sett í lög árið 1981 - en aðeins í framsætum!) Það var ekki fyrr en árið 1990 sem það varð skylda að nota öryggisbelti og barnabílstóla í aftursætum. • Hvers vegna haldið þið að það hafi tekið svona langan tíma að setja lög um bílbelti? (andstaða almennings, ótti við að festast í bíl, minni umferð og minni hraði. Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Samgöngustofa: Smellum saman (auglýsing) Transport For NSW – Crash Test: Belted vs Unbelted Passengers AutoMotoTV: Demonstration crashes - Importance of child restraints Endurskinsmerki bls. 129 Kveikja: Myndband um endurskinsmerki. Til dæmis Úti í umferðinni - Sjáumst í myrkri. Myndband frá Samgöngustofu, Endurskinsmerki tilraun eða 2019 Traffic Safety Conference Nighttime Visibility Video Umræður: • Notar þú endurskinsmerki? Hvers vegna/hvers vegna ekki? • Það er skylda að nota bílbelti. Hvers vegna ætli það sé ekki skylda að nota endurskinsmerki? • Finnst þér að það ætti að vera skylda að nota endurskinsmerki í myrkri? Hvers vegna/hvers vegna ekki? Verkefni: Hannið ykkar eigin endurskinsmerki. Ítarefni fyrir kennara og nemendur: Ísland.is – Endurskin Neytendastofa – Endurskinsmerki Nemendur hanna sitt eigð enduskinsmerki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=