Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 56 Neyðarlínan bls. 127 Æfum okkur að hringja í Neyðarlínuna! Þetta verkefni byggir ofan á verkefni 4 á bls. 132 í bókinni. Kennari sýnir nemendum þennan lista og biður þá að leggja listann á minnið: • Hvar er atburðurinn? • Hvað gerðist? • Hvenær? • Hver ert þú? • Hversu margir? • Hvernig líður hinum slasaða/þeim slösuðu? Síðan er listinn tekinn niður og nemendur reyna að muna hvaða upplýsingar eiga að koma fram og í hvaða röð, því við verðum ekki með lista í vasanum þegar eitthvað kemur fyrir. Kennari skiptir nemendum í hópa sem eiga að æfa sig „hringja“ í Neyðarlínuna. Hver hópur byrjar á því að skrifa niður stutta lýsingar á slysi eða atburði á blað eða miða. Í hverri lýsingu þarf að minnsta kosti að koma fram hvar atburðinn átti sér stað, hvað gerðist og hvenær. Kennarinn getur sýnt dæmin hér fyrir neðan til að koma nemendum af stað: 1. Þú ert á gangi fram hjá skólanum þegar barn dettur úr klifurgrindinni. Barnið liggur kyrrt á jörðinni, það andar en hreyfir sig ekki. Klifurgrindin er á leikvelli aftan við Stóraskóla. Þetta er um kvöld og það eru engir aðrir nálægt. 2. Þú ert að hjóla í skólann þegar þú sérð að bíll keyrir á barn á gangbraut. Barnið fellur í götuna og grætur hátt. Bíllinn keyrir hratt í burtu. Gangbrautin er við gatnamótin á Brekkustíg og Skógarstíg. 3. Þú og vinur þinn sjáið manneskju liggja á jörðinni. Hún virðist ósjálfbjarga og þið eruð ekki viss um hvað er að. Manneskjan svarar ekki þegar þið reynið að tala við hana. Manneskjan liggur upp við gáma á bak við sundlaug Suðurbæjar. Hóparnir skiptast á lýsingum, til dæmis með því að setja lýsingarnar í pott og draga. Síðan æfa hóparnir sig að „hringja“ í Neyðarlínuna. Einn nemandi í hverjum hópi leikur neyðarvörð sem „svarar“. Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Samtal við 1-1-2 Samskipti við neyðarvörð, gagnvirkt myndband. Athugið að í seinni hluta myndbandsins er alvarlegum áverkum lýst og stemningin í myndbandinu er nokkuð ógnvænleg.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=