Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 55 Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Samgöngustofa – Umferðarvefurinn: Ég og umferðin Vís: Rafhlaupahjól og öryggi Á ferð og flugi í umferðinni bls. 11-14 og bls. 22-23 ; Á ferð og flugi í umferðinni - Kennsluleiðbeiningar bls. 8-10, Hjólum og njótum/ Kennsluleiðbeiningar, Reiðhjólahjálmar – stilling og umgengni bls. 12 og Farsæld á reiðhjóli bls. 15 Slys á börnum bls. 126 Kennari: Hvað er sagt við ykkur þegar þið farið út í umferðina? (Passaðu þig í bílunum! Mundu að líta til beggja hliða! Notaðu gangbrautina! Farðu varlega!) Hópverkefni: Ræðið eftirfarandi spurningar og skrifið svörin niður. • Hvað geta börn gert sjálf til að forðast slys? • Hvað geta fullorðnir gert til að koma í veg fyrir að börn slasist í umferðinni? • Vantar eitthvað í ykkar nærumhverfi sem myndi auka öryggi barna? Til dæmis gangbrautarljós, lýsingu, hraðahindrun og svo framvegis? • Er hægt að breyta hugarfari ökumanna? Til dæmis fá þá til að aka hægar og einbeita sér betur að akstrinum? Takið saman tillögur hópanna. Ef það koma fram góðar tillögur til úrbóta, þá getur bekkurinn í sameiningu fundið leið til að koma þeim á framfæri til fólks sem hefur ákvörðunarvald á ykkar svæði. (Til dæmis að senda erindi til borgar-, bæjar-, eða sveitarstjórnar). Tengd verkefni í bókinni: Verkefni 5 bls. 132 Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Samgöngustofa: Börn í bíl Samgöngustofa: Öryggi barna í bíl – fræðslumynd Samgöngustofa: Umferðarslys á Íslandi 2022 bls. 49
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=