Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 54 Umferðarmerki – til hvers? Bls. 120–121 Kveikja: Úti í umferðinni - Merkin í umferðinni, myndband frá umferðarvef Samgöngustofu Verkefni nemenda: Kennari skiptir bekknum í fjóra hópa og úthlutar hverjum hóp einum flokki umferðarmerkja. Verkefni hópanna er að búa til skemmtilegt spil um sinn flokk umferðarmerkja. Til dæmis minnisspil, látbragðsspil (actionary) eða eitthvað allt annað. Þegar hóparnir eru tilbúnir kenna þeir bekknum eða öðrum hóp að spila spilið. Tengd verkefni í bókinni: Verkefni 2 á bls. 131 Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Á ferð og flugi í umferðinni bls. 5-7 - bls. 20-21 og bls. 18-19 ; Á ferð og flugi í umferðinni - Kennsluleiðbeiningar bls. 6 og bls. 9, Vegagerðin – Umferðarmerki Ökukennarafélag Íslands – Umferðarmerkin Samgöngustofa – Umferðarvefurinn: Ég og umferðin Farartæki barna og unglinga bls. 122–125 Umræður: • Hvað er farartæki? • Orðið farartæki er samsett orð. Úr hvaða orðum er það búið til? • Þekkir þú önnur orð yfir farartæki? (samgöngutæki, tæki til að ferðast á, fararskjóti, farkostur, samgöngutæki, ökutæki, hreyfivél, flutningatæki) Kennari skoðar myndirnar á bls 122 og 125 með bekknum og biður nemendur að benda á það sem betur mætti fara. Einnig getur verið gott að skoða þessa mynd, í sama tilgangi. Kveikja: Úti í umferðinni - Örugg á hjólinu, myndband frá umferðarvef Samgöngustofu. Verkefni nemenda: Hvaða farartæki sem börn og unglingar mega nota finnst þér mest spennandi? Aflaðu þér upplýsinga um það farartæki og búðu til kynningarefni um það. Þar þarf að minnsta kosti þetta að koma fram: • Heiti farartækisins. • Helstu eiginleikar. (Er það vélknúið, hvernig er það notað?) • Hvaða lög og reglur gilda um farartækið? (Aldurstakmark, hvar má nota það, öryggisbúnaður og fleira) • Hvaða kosti hefur þetta farartæki? • Hvaða galla hefur þetta farartæki? • Hvaða slys eru algengust þegar farartækið er notað? • Hvernig er hægt að minnka líkur á slysum tengdum farartækinu? Kynntu farartækið þitt í bekknum og hlustaðu á kynningar annarra. Tengd verkefni í bókinni: Verkefni 3 bls. 131

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=