Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 53 ÚT AD AKA bls. 118–132 Markmið þessa kafla eru meðal annars að hjálpa nemendum að bregðast skynsamlega við áskorunum og hættum úr umhverfinu og nærsamfélaginu, sérstaklega í tengslum við umferð og farartæki. Hér er einnig leitast við að gera nemendum auðveldara að fóta sig í umferðinni og að átta sig á eigin ábyrgð, réttindum og skyldum. Lykilhugtök kaflans Umferðarmerki eru merki eða skilti með leiðbeiningum til vegfarenda Umferðarreglur eru reglur sem segja okkur hvernig við eigum að haga okkur í umferðinni. Handfrjáls búnaður er búnaður á síma eða öðru snjalltæki sem hjálpar notanda að nota tækið án þess að halda á því. Vélknúin eru farartæki sem nýta vél eða rafmagn til að knýja þau áfram. Bifhjól er sama og mótorhjól eða vélhjól Umferðarreglur bls. 119 Umræður: • Hvaða reglum fylgið þið í ykkar daglega lífi? (Skólareglur, umferðarreglur, leikreglur…) • Getur þú útskýrt til dæmis orðin skólareglur, kurteisisreglur og umferðarreglur, án þess að nota orðið reglur? (Orð sem eru skyld orðinu regla má til dæmis finna hér.) • Til hvers eru umferðarlög og umferðarreglur? • Hvers vegna brjóta fullorðnir umferðarreglur? • Hvers vegna brjóta börn umferðarreglur? • Hefur þú brotið umferðarlög eða umferðarreglur? Hvernig þá? • Hvers vegna braust þú lögin eða reglurnar? Verkefni nemenda: Fer fólk eftir umferðarlögum? Vinnið saman í hópum og kannið umferðina í nágrenni skólans. • Athugið að þið eru aðeins að fylgjast með! Ekki skipta ykkur af eða gera athugasemdir við fólk í umferðinni, hvort sem það brýtur lögin eða ekki. • Þið þurfið að gæta vandlega að eigin öryggiog fara sjálf eftir umferðarlögum og reglum þegar þið framkvæmið könnuna. • Passið líka að vera sýnileg, endurskinsvesti og/eða endurskinsmerki eru nauðsyn þegar dimmt er! • Hér er verkefni sem þið getið notað – en þið getið líka búið til eigið könnunarblað • Kynnið niðurstöður ykkar í bekknum og hlustið á kynningar hinna hópanna. Tengd verkefni í bókinni: Verkefni 1 bls. 131 Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Á ferð og flugi í umferðinni bls. 4; Á ferð og flugi í umferðinni - Kennsluleiðbeiningar bls. 5,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=