Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 52 Z–X–Y kynslóðirnar bls. 112–114 Kveikja: Kennari skoðar lýsingarnar á kynslóðunum með bekknum og staldrar sérstaklega við myndirnar. Umræður • Kannast krakkarnir við allt sem er á myndunum? • Hugsið um manneskjur sem þið þekkið vel sem tilheyra kynslóðunum sem nefndar eru í bókinni. Passar kynslóðalýsingin við fólkið sem þið þekkið? Hvers vegna/hvers vegna ekki? Verkefni nemenda: Fólk sem fæddist/mun fæðast á árunum 2010–2025 kallast stundum Alfa (Alpha) kynslóðin. • Vinnið saman í hópum og útbúið lýsingu á Alfa kynslóðinni (ykkar kynslóð). Lýsingin á að vera svipuð á lengd og lýsingarnar í bókinni og hún á að vera myndskreytt. • Reynið að hafa lýsinguna þannig að hún lýsi Alfa kynslóðinni bæði eins og hún er núna (á barnsaldri) og líka hvernig þið haldið að þessi kynslóð verði þegar hún verður fullorðin. • Hvernig viljið þið setja lýsinguna ykkar upp? Viljið þið útbúa veggspjald, glærusýningu, leikrit eða eitthvað allt annað? • Þegar þið eruð tilbúin þá kynnið þið lýsinguna í bekknum og hlustið á kynningar hinna hópanna. • Munið að hér eru engin rétt eða röng svör! Tengt verkefni úr bókinni: Verkefni 8 á bls. 117 í bókinni. Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Britannica: Generation Alpha What Comes After Gen Z - Will Gen Alpha Be Ok?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=