Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 51 Stafrænt ofbeldi bls. 110 Umræður: • Hver er munurinn á því að hrópa ljót og ógnandi orð að manneskju á götunni eða skólalóðinni og því að skrifa sömu orð um manneskjuna á netið? • Hvort er auðveldara fyrir manneskjuna sem hrópar eða skrifar ljótu orðin? • Hefur þú séð ljótar athugasemdir á netinu? Hvernig leið þér? Sagðir þú einhverjum frá þeim? Kveikja: Kennari sýnir nemendum myndina á bls. 56 úr bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt. Umræður um myndina: Hvernig finnst ykkur svar Ómars? En spurning Miu? Verkefni nemenda: Skoðaðu myndina af skjánum neðst á bls. 100. • Hvað ætti viðtakandinn að gera næst? • Á að svara svona? Hvers vegna/hvers vegna ekki? • Ætti viðtakandinn að gera eitthvað fleira? Tengd verkefni úr bókinni: Verkefni 6 bls. 116 í bókinni Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Vísindavefurinn: Hvað er einelti? SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni Áður en þú byrjar bls. 111 Kennari les reglurnar með nemendum. Umræður: • Getið þið nefnt dæmi sem tengjast reglunum? • Er hægt að ljúga með myndum? Hvernig þá? • Hvað þýðir „að virða einkalíf annarra“? Getið þið nefnt dæmi? • Hvers vegna á ekki að deila nafni og mynd af manneskju sem er sökuð um að gera eitthvað, fyrr en sekt er sönnuð? Hér er einnig tilvalið að kennari sýni nemendum (eða rifji upp) myndina á bls. 67 í bókinni Ég og sjálfsmyndin og stjórni umræðum um hana. Ítarefni fyrir nemendur og kennara: SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni Stop Hate UK -Online Hate Kyn, kynlíf og allt hitt: Kynfærin bls 56 Ég og sjálfsmyndin: Samskiptamiðlar og kynlíf bls. 66-67 og Ég og sjálfsmyndin - Kennsluleiðbeiningar bls. 64-65 Ég og sjálfsmyndin: Ofbeldi bls. 80-81 og Ég og sjálfsmyndin - Kennsluleiðbeiningar bls. 76-77
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=