Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 5 TIL KENNARA Samfélagsgreinar eru í eðli sínu þverfaglegt viðfangsefni sem samanstendur meðal annars af félagsfræði, mannfræði, landafræði, þjóðfélagsfræði, trúarbragðafræði, lífsleikni, heimspeki, sálfræði, kynjafræði og siðfræði. Þannig má segja að samfélagsgreinum sé fátt mannlegt óvið- komandi. Samfélagsgreinar hjálpa börnum að skilja veröldina í kringum sig, jafnt nærsamfélög og nánustu fjölskyldu sem stærri samfélög og heiminn allan. Fyrsti kaflinn í bókinni fjallar um margs konar samfélög og menningu. Í öðrum kafla er meðal annars litið til samvinnu og samveru. Í þriðja kaflanum er fjallað fyrri tíma, bæði á Íslandi og annars staðar. Fjórði kaflinn skoðar lýðræði frá ýmsum sjónarhornum. Fimmti kaflinn heldur áfram á svipaðri braut með því að segja frá stjórnarfari á Íslandi. Sjötti og sjöundi kaflinn fjalla um lög, reglur, dómstóla og fleira því tengt. Í áttunda kaflanum er röðin komin að fjölmiðlum og netinu og níundi og síðasti kaflinn fjallar um umferðarreglur, faratæki, öryggi og slys. Allir kaflarnir geta staðið einir og hægt er að kenna efnið í þeirri röð sem hentar hverju sinni. Hverjum kafla í bókinni fylgja verkefni og spurningar. Þessi verkefni er hægt að nota til að rifja upp efni kaflanna eða vinna þau meðfram þeim undirköflum sem þau tengjast. Í þessum kennsluleiðbeiningum eru fleiri verkefni og hugmyndir sem ætlað er að dýpka vinnu nemenda og tengja efnið við líf þeirra, þekkingu og reynslu og einnig aðrar námsgreinar. Flest verkefni bókarinnar og kennsluleiðbeininganna geta bæði verið hóp- og einstaklingsverkefni. Ég og samfélagið er önnur bókin í þriggja bóka flokki. Hinar eru Ég og sjálfsmyndin sem er þegar komin út og Ég og umheimurinn sem er væntanleg síðar. Bókin byggir á grunnþáttum menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla. Sérstök áhersla er lögð á grunnþættina jafnrétti, lýðræði og mannréttindi, heilbrigði og velferð, læsi og sköpun. Hæfniviðmið aðalnámskrár Ég og samfélagið tekur mið af hæfniviðmiðum við lok 7. bekkjar, sérstaklega í samfélagsgreinum, lykilhæfni og íslensku. Námsefnið hentar vel til þverfaglegar kennslu og samþættingar, meðal annars við listgreinar og upplýsinga- og tæknimennt. Val kennara hefur talsverð áhrif á hvaða hæfniviðmiðum er mætt í hverjum kafla og verkefni og kennarar geta bætt við eða tekið frá hæfniviðmið eftir því sem hentar hverju sinni. Samfélagsgreinar – Reynsluheimur Nemandi getur: • fylgt ferli orsaka og afleiðinga af gerðum manna og bent á leiðir til úrbóta, • greint samhengi heimabyggðar við umhverfi, sögu, menningu og félagsstarf, • aflað sér, metið og hagnýtt upplýsingar um menningar- og samfélagsmálefni í margvíslegum gögnum og miðlum. • notað mikilvæg hugtök til að fjalla um menningar- og samfélagsmálefni, • metið heimildir og ólík sjónarhorn í umfjöllun um sögu og samtíð, • velt fyrir sér ýmsum þáttum sem sagan hefur mótast af, svo sem umhverfi, samfélagsskipulagi og þjóðfélagshreyfingum, • lýst einkennum og þróun íslensks þjóðfélags og tekið dæmi um mikilvæga áhrifaþætti, • dregið upp mynd af afmörkuðum efnisþáttum stórrar og smárrar sögu, nálægrar eða fjarlægrar, • gert sér grein fyrir margbreytileika fjölskyldna og margvíslegum hlutverkum innan þeirra,
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=