Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 49 Hversu mikil netnotkun? Bls. 105 Heimaverkefni nemenda: Hvað notar þú mikinn tíma á netinu á dag? Gerðu könnun í einn dag þar sem þú skrifar niður tímann í hvert sinn sem þú ferð á netið. Það skiptir engu hvort tíminn er langur eða stuttur, allur tími á netinu telur. Þú getur til dæmis notað minnismiða í símanum, eða blað í stílabók. Skráðu tímann til dæmis svona: 7:45 - 8:00 - TikTok 9:15 - 10:15 - skóli - leit að upplýsingum 12:00 - 12: 15 - Spjall í skilaboðum Og svo framvegis. • Í lok dags, eða morguninn eftir leggur þú saman tímann og færð út netnotkun dagsins. Í næsta tíma leggur bekkurinn saman nettíma allra nemenda og finnur meðaltal bekkjarins. • Kemur talan ykkur á óvart? Hvernig þá? • Þarf að hafa áhyggjur af þessari tölu? Hvers vegna/hvers vegna ekki? Hér gæti ein leið verið að hver og einn ræður því hvort upplýsingunum er deilt. Einhverjir gætu sett sér markmið um að draga úr notkun á meðan aðrir sjá að þeir eru bara í góðum málum. Þarna er líka hægt að skoða hvernig tíminn í símanum er notaður, eru nemendur aðallega á samfélagsmiðlum, að skrifa/lesa skilaboð, í leikjum o.s.frv.? Tengd verkefni úr bókinni: Verkefni 4–5 á bls. 99 í bókinni. Tölvufíkn bls. 106–108 Umræða: Hvað er fíkn? Getur þú útskýrt það með dæmum? Kennari fer yfir efni bls. 106-8 með hópnum, útskýrir hugtök og svarar spurningum. Verkefni nemenda: • Skoðaðu punktana á síðunni vandlega, í einrúmi eða með einhverjum sem þú treystir. Hversu margir (ef einhverjir) þeirra eiga við þig? Ef þig grunar að tölvu og/eða snjalltækja notkun sé orðin vandamál í þínu lífi þá skaltu ræða það við einhvern sem þú treystir. • Skoðaðu ráðin á bls. 108. Getur þú bætt við nokkrum ráðum? Skrifaðu ráðin þín hjá þér. • Síðan safnar bekkurinn öllum ráðunum saman. Hvað viljið þið gera við góðu ráðin ykkar? Finnið leið til að leyfa öðrum að nýta ráðin ykkar. Tengd verkefni úr bókinni: Verkefni 2 og 3 á bls. 116 i bókinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=