Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 46 Hvað er að frétta? bls. 96 og 97 Umræður: • Hvað eru fjölmiðlar? • Hvaða fjölmiðla þekkir þú? • Hvað eru samfélagsmiðlar? • Hvers vegna heldur þú að þeir heiti samfélags-miðlar (e. Social media)? • Hver er munurinn á fjölmiðlum og samfélagsmiðlum? Verkefni nemenda: • Það er kallað fréttamat, þegar fréttafólk ákveður hvort atburðir komast í fréttirnar eða ekki. Hvað þykir fréttnæmt (eigI erindi í fréttir) er mismunandi eftir einstaklingum, fjölmiðlum, þjóðum og mörgum öðrum þáttum. • Vinnið saman í hópum og skoðið fyrstu þrjár erlendu fréttirnar í stórum fréttamiðlum frá að minnsta kosti fimm löndum. Notið vélþýðingar til að átta ykkur á tungumálum sem þið skiljið ekki. (Til dæmis DR, SVT, NRK, BBC, NYT, YLE, KVF) • Skrifið niðurstöðurnar niður, til dæmis svona: Ísland- ruv.is: • ESB vill örugga leið fyrir vistir inn á Gaza (stríð) • Fjöldamorð í Maine (USA) (glæpir) • Kóranbrennuvargi vísað úr Svíþjóð (glæpir) Danmörk - dr.dk • Gervihnattamyndir sýna eyðileggingu á Gaza (stríð) • Úkraínumenn segjast tilbúnir til að ganga í Evrópusambandið (stríð) • Evrópusambandið þrýstir að mannúðarhjálp verði hleypt til Gaza (stríð) Berið saman niðurstöðurnar á milli landa. Er munur á því sem er efst á baugi? Hvers konar fréttir eru mest áberandi? • Setjist niður með öðrum hóp og berið saman niðurstöður ykkar. Umræður: • Hvernig fréttir eru mest áberandi á Íslandi? En annars staðar? • Tengd verkefni í bókinni: Verkefni 1-3 á bls. 99 og verkefni 1 bls. 115 Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Ég og sjálfsmyndin, verkefni 5-7 bls. 21 ; Ég og sjálfsmyndin - Kennsluleiðbeiningar bls. 21-23 Vísindavefurinn: Hvað er frétt?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=