Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 45 FJÖLMIDLAR Bls. 96–117 Markmið þessa kafla eru meðal annars að efla hæfni nemenda til að skilja rafrænan heim nútímans, þar á meðal fjölmiðla, fréttir og falsfréttir, samfélagsmiðla, góð og slæm samskipti á netinu, stafrænt ofbeldi og net- og tölvufíkn. Lykilhugtök kaflans Samfélagsmiðlar eru forrit og vefsíður þar sem notendur birta eigið efni, svo sem birta myndir, texta og tónlist og eiga samskipti við aðra notendur á netinu. Tik Tok, Instagram og X eru dæmi um samfélagsmiðla. Fjölmiðlar dreifa upplýsingum til mikils mannfjölda á stóru svæði og senda eða gefa reglulega út efni. Til dæmis dagblöð, fréttasíður, útvarp og sjónvarp. Fagfólk, til dæmis blaðamenn og fréttaljósmyndarar, búa til efni fyrir fjölmiðla. Falsfréttir eru gervifréttir, þær eru ekki sannar. Falsfréttir eru oft samdar til að blekkja fólk og hafa áhrif á skoðanir þess. Heimild er uppruni upplýsinga, til dæmis bók, blaðagrein eða vefsíða. Stafrænt ofbeldi er ofbeldi sem fer fram á netinu í gegnum tölvur og snjalltæki. Kynslóð er fólk í samfélaginu sem er á líkum aldri, til dæmis fólk fætt á árunum 1960-1980. Hatursumræða er tal eða skrif sem ræðst gegn fólki og kyndir undir hatur, til dæmis vegna kynþáttar, trúar, kyns, fötlunar eða kynhneigðar. Einelti er ofbeldi sem nær yfir lengri tíma, þar sem einn eða fleiri ráðast að einum. Ofbeldi er þegar einhver meiðir eða skaðar viljandi. Líkamlegt ofbeldi er þegar einhver meiðir eða skaðar líkama annarrar manneskju Andlegt ofbeldi er þegar einhver lætur öðrum líða illa viljandi. Kynferðislegt ofbeldi er þegar einhver gengur yfir mörk annarra með kynferðislegu tali eða athöfnum. Stafrænt ofbeldi er ofbeldi sem fer fram á netinu í gegnum tölvur og snjalltæki. Gullna reglan er regla sem allir eiga að fylgja. Hugtakið gullna reglan vísar í Biblíuna. Þar hljómar gullna reglan svona: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Það þýðir að þú átt að koma fram við annað fólk eins og þú vilt að það komi fram við þig. Kynslóð er fólk í samfélaginu sem er á líkum aldri, til dæmis fólk fætt á árunum 1960-1980. Úrræðagóð manneskja er lausnamiðuð og flink leysa vandamál.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=