Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 43 Sakamál bls. 88 Umræður í bekknum um myndina á blaðsíðu 88: Skoðið myndina vandlega. Hvað er að gerast hér? Hvers konar brot hefur verið framið? Hvers vegna hleypur Palli í burtu? Er hægt að vita hver braut skýlið út frá því sem kemur fram á myndinni? Hvernig getur lögreglumaðurinn komist að því? Spurningar út frá textanum – hópavinna. Hér er tilvalið að skipta bekknum í tvennt, þannig að helmingur hópanna skoðar mál Stínu og Jóa (hér fyrir neðan) og hinn helmingurinn mál Gulla og Viðars úr verkefni 4 bls. 94 í bókinni. Stína og Jói brjótast inn í fyrirtæki og stela tækjum. Þau nást á hlaupum með þýfið í fanginu. Stína og Jói eru bæði 18 ára. Skrifið það sem gerist næst í réttri röð. Leitið ykkur upplýsinga í textanum á bls. 88. Þið þurfið ekki að skrifa sögu eða frásögn - bara atburðina í tímaröð. Til dæmis svona: • Stína og Jói brjótast inn um glugga í kjallaranum. • Þau grípa tölvur og skjávarpa. • Öryggiskerfið fer af stað. … Leitið hjálpar hjá öðrum hópum ef þið lendið í vandræðum. Þegar þið eruð tilbúin þá skuluð þið setjast með öðrum hóp og bera atburða rásirnar ykkar saman. Eru þær líkar eða ólíkar? Leiðréttið atburðarásina ef eitthvað er ekki rétt eða ef eitthvað vantar. Tengd verkefni úr bókinni: Verkefni 4 á bls. 94 og verkefni 6 bls. 95 Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Dómstólasýslan: Hver er munurinn á sakamálum og einkamálum? Lögregla bls. 89 Umræður í bekknum: Hvað stendur á merki íslensku lögreglunnar? Hvað þýðir það? Verkefni nemenda – hópverkefni. Veljið ykkur eitt af eftirfarandi verkefnum: • Aflið ykkur upplýsinga um lögregluna og skrifið stuttan texta um hlutverk og verkefni lögreglunnar. • Aflið ykkur upplýsinga um vaktarana. Teiknið mynd af vaktara og skrifið nokkrar línur um verkefni þeirra. • Aflið ykkur upplýsinga um starfsstig lögreglunnar. Skrifið stuttan texta þar sem þið útskýrið mismunandi störf innan lögreglunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=