Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 42 Ósætti og refsingar bls. 84–85 Umræður Spurningar til að ræða í bekknum eða í minni hópum: • Hvað þýðir að vera jöfn fyrir lögunum? • Hvers vegna heldur þú að það gildi aðrar reglum um börn sem brjóta af sér en fullorðna? • Hvað segir Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um börn og refsingar? Tengd verkefni í bókinni: Verkefni 7 bls. 95 Hvernig er hægt að leysa úr deilumálum? bls. 86 Umræður um myndina á blaðsíðu 86. Skoðið myndina vandlega. Eru einhver lög brotin hérna? (Lausaganga hunda er bönnuð í þéttbýli og umsjónarmaður hunds skal ávallt þrífa upp skít eftir sinn hund). Manneskjan í glugganum ætlar að hringja á lögregluna. Getur hún gert eitthvað annað? Hvað þá? Hópvinna: Búið til stutta sögu eða myndasögu þar sem eftirfarandi kemur fram: • Hvað er búið að gerast áður en hundurinn kemur og skítur í garðinn þennan dag? • Hvað eru Jónas og manneskjan í glugganum búin að reyna að gera? • Hvernig endar þetta? • Kynnið söguna í bekknum og hlustið á sögur hinna hópanna. Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Dómstólasýslan: Hver er munurinn á sakamálum og einkamálum? Kids Academy: Teaching Laws, Rights, and Responsibilities to Kids Barnasáttmálinn bls. 87 Kveikja: Barnasáttmáli tíu ára Verkefni nemenda: • Vinnið saman í hóp og kynnið ykkur Barnasáttmálann. • Veljið svo eina grein sáttmálans. Búið til skýringarmynd sem útskýrir greinina. Það þarf að koma fram um hvaða grein sáttmálans er að ræða, en annars ráðið þið hvort þið hafið texta með myndinni eða ekki. • Kynnið myndina ykkar í bekknum og hlustið á kynningar hinna hópanna. Hengið myndirnar upp í skólanum, á almenningsbókasafni eða öðrum stað sem bekkurinn velur í samráði við kennara. Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Barnasáttmálinn Á síðunni barnasattmali.is er úrval verkefna sem tengjast Barnasáttmálanum
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=