Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 41 DÓMSTÓLAR Bls. 84–95 Markmið þessa kafla eru meðal annars að efla hæfni nemenda til að skilja hvernig leitast er við að halda uppi lögum og rétti í landinu, kynna þeim réttindi sín og skyldur sem tengjast lögum og dómskerfi og gefa þeim nokkra innsýn í störf lögreglu og dómstóla. Lykilhugtök kaflans Ofbeldi er þegar einhver veldur öðrum líkamlegum eða andlegum skaða. Dómstóll er opinber stofnun þar sem dómarar dæma í ýmsum málum. Hegningarlög eru lög sem fjalla um refsingar við lögbrotum. Afbrot er það að fremja glæp, að gera eitthvað sem er ólöglegt. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er alþjóðlegur samningur um réttindi barna og skyldur stjórnvalda til að tryggja þessi réttindi. Deila eða deilumál er þegar tveir eða fleiri aðilar eru ósammála um eitthvað og rífast eða rökræða um það. Sakamál eru opinber mál sem lögreglan rannsakar og sendir til saksóknara ef ástæða er til. Einkamál (hér) er mál sem einstaklingar eða aðrir einkaaðilar kæra og fara með fyrir dóm. Verjandi er lögfræðingur sem ver þann eða þá sem eru ákærðir. Saksóknari er lögfræðingur sem höfðar mál fyrir hönd ríkisins og annast flutning þeirra. Lögfræðingur er manneskja sem hefur lokið prófi í lögfræði. Barnaverndarnefnd er opinber nefnd skipuð af sveitarstjórnum. Hlutverk barnaverndarnefndar er að vernda börn og styðja fjölskyldur. Afbrotamál eru mál sem tengjast glæpum. Saksóknari er lögfræðingur sem höfðar mál fyrir hönd ríkisins og annast flutning þeirra. Handtaka er það þegar lögreglan tekur afbrotafólk eða fólk sem grunað er um afbrot fast. Að vera vitni er að vera áhorfandi, áheyrandi að einhverju. Að bera vitni er að segja frá því sem þú veist fyrir dómi. Afbrot er það að fremja glæp, að gera eitthvað sem er ólöglegt. Að yfirheyra einhvern er að fá viðkomandi til að segja það sem hann veit um eitthvað. Dómari er manneskja sem dæmir. TIl dæmis í réttarsal eða á íþróttavelli. Sakhæfi eru eiginleikar brotamanns (glæpamanns) sem segja til um hvort hægt sé að dæma viðkomandi til refsingar eða ekki. Börn yngri en 15 ára eru t.d. ekki sakhæf og fólk sem er mjög andlega veikt getur líka verið ósakhæft. Fíkn er það að vera háður einhverju og fá fráhvarfseinkenni ef neyslu er hætt. Vísbending er merki um eitthvað. Sektarkennd er það að fá samviskubit.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=