Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 40 Reglur í samfélaginu bls. 81 Umræður í hópum. Nemendur fá til dæmis fimmtán mínútur til að svara eftirfarandi spurningu: • Hvers vegna brýtur fólk reglur? • Hugsaðu þér að þú sért að spila íþrótt þar sem dómari og línuverðir fylgjast með leiknum og það er auk þess myndeftirlit á vellinum. Samt brýtur þú reglu. Hvers vegna gerir þú það? • Skrifið niður allt sem ykkur dettur í hug. Að umræðum loknum kynna hóparnir niðurstöður sínar í bekknum. Kennari og/eða ritarar bekkjarins skrifa niðurstöðurnar jafn óðum á töflu eða skjá. Bekkurinn skoðar niðurstöðurnar saman og veltir fyrir sér spurningunni: Eiga einhverjar af þessum ástæðum við í samfélaginu almennt? Tengt verkefni í bókinni: Verkefni 7 á bls. 83. Ítarefni fyrir nemendur og kennara: MMS: Ég og sjálfsmyndin bls. 23, Ég og sjálfsmyndin - Kennsluleiðbeiningar bls. 26-27

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=