Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 39 Reglur í skólanum bls. 80 Umræður í bekknum: • Hvaða reglur gilda í skólanum þínum? • Hvar getur þú lesið þær? • Eru sérstakar bekkjarreglur? • Finnst þér eitthvað vanta í skóla- eða bekkjarreglurnar? Er einhverju ofaukið? Ef bekkurinn er sammála um að vilja bæta einhverju við, eða fella eitthvað úr skóla- eða bekkjarreglunum getur kennari hjálpað þeim að búa til rökstudda skriflega tillögu til skólayfirvalda. Tengt verkefni í bókinni: Verkefni 5 bls. 83 í bókinni. Verkefni nemenda: Hvaða óskrifuðu reglur gilda í skólanum? Nemendur vinna í hópum sem fá ákveðinn tíma, til dæmis 15 mínútur til að skrifa niður allar óskrifaðar reglur sem þeim koma í hug. Athugið að hér er ekki verið að leita að réttum eða röngum svörum, aðeins upplifunum nemenda og þekkingu þeirra á óskráðum reglum þess umhverfis sem þeir hrærast í. Þegar tíminn er liðinn kynna hóparnir niðurstöður sínar og kennari og/eða ritarar bekkjarins skrifa reglurnar á skjá eða töflu. Þegar niðurstöður allra eru komnar á blað skoðar bekkurinn þær í sameiningu. Til dæmis: • Eru niðurstöður hópanna líkar eða ólíkar? • Er hægt að flokka óskráðu reglurnar? Sem dæmi um flokka má nefna reglur tengdar mat, umgengnisreglur í sameiginlegum rýmum, reglur sem tengjast útisvæði, hreinlætis/sóttvarna reglur, kurteisisreglur, reglur tengdar fatnaði og tísku, reglur tengdar snjalltækjum og snjalltækjanotkun og svo framvegis. • Eru einhverjar af þessum óskráðu reglum óþarfar? Hvers vegna/hvers vegna ekki? • Fara flestir eftir óskráðu reglunum? • Eru einhverjar reglur sem langflestir fara eftir og einhverjar sem bara sumir fylgja? • Hvað gerist ef fólk fylgir ekki þessum óskráðu reglum? Ítarefni fyrir nemendur og kennara: MMS: Ég og sjálfsmyndin - Skólinn og Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar bls. 27-28

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=