Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 38 Aukaspurningar: Hvers vegna skammast fullorðið fólk? Skamma krakkar aðra krakka? Hvað er hægt að gera annað en að skammast, ef einhver til dæmis hjólar inni í búð? Aukaverkefni: • Sumt af því sem er bannað í laginu á líklega ekki við ykkur. Það er til dæmis ólíklegt að þið hjólið inni í verslunum eða pissið bak við hurð. • Reynið að búa til nýja útgáfu af textanum sem á betur við ykkur. Til dæmis: Það má ekki skrolla heila nótt þegar mamma’ og pabbi sofa rótt… Tengd verkefni í bókinni: Verkefni 4 bls. 83 Reglur í fjölskyldunni bls. 80 Kennari: Samningar geta verið bæði munnlegir og skriflegir. Munnlegur samningur er ekki skrifaður niður. Munnlegir samningar eru yfirleitt jafngildir skriflegum samningum, þó það geti verið erfitt að sanna hvað um var samið. Viðbót við spurningar neðst á síðunni: • Til hvers eru samningar? • Hefur þú einhvern tímann skrifað undir samning? • Hefur þú gert munnlegan samning? Verkefni nemenda: Búðu til uppkast að samningi um eitthvað sem má eða má ekki gera á heimili. Þú getur miðað við þitt heimili eða heimili sem þú skapar í huganum. Samningurinn á að vera skriflegur. Hann þarf að minnsta kosti að innihalda eftirfarandi: • Heiti: Um hvað fjallar samningurinn. Til dæmis: Samningur um skjátíma. • Staður og dagsetning: Hvar og hvenær samningurinn er undirritaður. Til dæmis: Hrafnseyri 17. 06. 2023. • Um hvað er samið: Til dæmis: Skjátími barna á heimilinu skal vera í mesta lagi tvær klst. á dag á virkum dögum og þrjár klst. á dag um helgar og í fríum. Skjátími sem notaður er til að leysa skólaverkefni telst ekki með. • Gildistími samnings: Hvenær tekur samningurinn gildi og hvað gildir hann lengi? Til dæmis: Samningur þessi tekur gildi við undirritun og gildir í eitt ár. • Neðst þarf að vera pláss fyrir undirritun þeirra sem eru að semja. Langar þið að nota samninginn þinn? Þá getur þú borið hann undir fjölskyldu þína og reynt að semja! Tengt verkefni í bókinni: Verkefni 6 bls. 83 Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Vísindavefurinn: Geta börn gert samninga og t.d. tekið lán á Netinu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=