Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 37 HVERS VEGNA ERU LÖG OG REGLUR? Bls. 76–83 Markmið þessa kafla eru meðal annars að nemendur kynnist og öðlist skilning á mismunandi reglum, bæði í nærumhverfi og samfélaginu í heild og afleiðingum þess að brjóta reglur. Lykilhugtök Hegningarlög eru lög sem fjalla um refsingar við lögbrotum. Skráðar reglur eru reglur sem eru skrifaðar niður. TIl dæmis skólareglur og lög landsins. Óskráðar reglur eru reglur sem eru ekki skrifaðar niður. Til dæmis umgengnis- og kurteisisreglur. Hvað má og hvað ekki? Bls. 76–77 Kennari: Við búum öll í samfélagi og þurfum að taka tillit til annarra. Eitt af því sem þarf til að lífið í samfélögum gangi vel eru reglur. Bæði skrifaðar reglur svo sem lög landsins, umferðarreglur og skólareglur en ekki síður óskráðar reglur sem tengjast til dæmis kurteisi og tillitsemi. Hvað telst glæpur breytist með þróun samfélaga. Á Íslandi er algengt að fólk eignist börn án þess að vera gift. Um það bil þrjú af hverjum tíu börnum sem fæðast á Íslandi eiga foreldra sem eru giftir. Fyrr á tímum var ógiftu fólki bannað að eignast börn. Ef ógift fólk eignaðist börn samt sem áður þá þurfti það að borga háar sektir. Sektir fyrir barneign ógifts fólks voru afnumdar árið 1812. Hópverkefni nemenda: Ræðið saman í hópnum og svarið eftirfarandi spurningum: • Hver er munurinn á skráðum og óskráðum reglum? • Skrifið niður að minnsta kosti þrjár skráðar reglur eða lög sem hafa bein áhrif á daglegt líf ykkar. • Hvað gerist ef þessar reglur eru brotnar? • Skrifið niður að minnsta kosti þrjár óskráðar reglur sem hafa bein áhrif á daglegt líf ykkar. • Hvað gerist ef þessar reglur eru brotnar? Kynnið niðurstöður ykkar í bekknum og hlustið á kynningar hinna hópanna. Völdu hóparnir svipuð lög og reglur? Tengd verkefni úr bókinni: Verkefni 1 og 2 bls. 8 Ítarefni fyrir nemendur og kennara: MMS: Lífið fyrr og nú -Refsingar bls. 18 Vísindavefurinn: Hvað er Stóridómur? Lagið um það sem er bannað bls. 78–79 Kennari spilar lagið fyrir nemendur og/eða syngur það með bekknum. Síðan stjórnar kennari umræðum í bekknum um spurningarnar efst á bls. 79. Verkefni nemenda: Kennari skiptir bekknum upp í hópa og skiptir bönnunum fimmtán sem koma fram í textanum á milli hópanna þannig að hver hópur fái til dæmis þrjú „bönn“. Verkefni hópanna er að finna ástæður þess sem er bannað, ef þær eru fyrir hendi. Til dæmis: Það má ekki pissa bak við hurð vegna þess að þá kemur vond lykt og aðrir geta stigið í pissið. Ef nemendur finna ekki ástæðu banns þá rökstyðja þeir hvers vegna bannið sé ástæðulaust. Til dæmis: það er ekki fallegt að gefa ketti drullumall, en það er óþarfi að banna það því kettir hafa vit á því að éta ekki drullu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=