Ég og samfélagið - kennsluleiðbeiningar

Ég og samfélagið – Kennsluleiðbeiningar | © Harpa Jónsdóttir | Menntamálastofnun 2024 | 2912 | 35 Sveitarfélög bls. 69 Kveikja: Hvað gerir sveitarfélagið? Kennari sýnir nemendur heimasíðu þess sveitarfélags sem skólinn er í. Nemendur skoða heimasíðuna og aðrar upplýsingar frá sveitarfélaginu í hópum og kanna hvaða verkefni heyra undir sveitarfélagið. Það má skipta málefnaflokkum á milli hópanna, svo sem: • Menntamál • Íþróttir og tómstundir • Húsnæði og skipulag • Umhverfismál • Velferðarmál Áður en vinna nemenda hefst þarf kennari að skoða heimasíðu viðkomandi sveitarfélags og aðlaga flokkana hér fyrir ofan að þeim upplýsingum sem þar eru. Ef heimasíða sveitarfélagsins hentar ekki þá má velja nágrannasveitarfélag, eða annað sveitarfélag af handahófi. Tengd verkefni úr bókinni: Verkefni 5 og 6 á bls. 75 Ríkisstjórnin bls. 70–71 Ríkisstjórn Íslands breytist nokkuð oft, bæði við kosningar og á milli þeirra. Á vef Alþingis er listi yfir ráðherra hverju sinni. Umræður í upphafi: Kennari skoðar hugtökin á síðunni með bekknum. Hvað merkja þau? Þegar hugtökin eru skoðuð þá kemur væntanlega í ljós að þau eru samsett og gegnsæ. Til dæmis for-sætis-ráð-herra. Hann, hún eða hán sem situr í forsæti er í æðsta sætinu = stjórnandi. Verkefni nemenda: Nemendur vinna saman í hópum og draga eitt ráðuneyti. Nemendur kynna sér viðfangsefni ráðuneytisins og útbúa stutta kynningu fyrir bekkinn. Kynningin getur verið hvernig sem er, til dæmis glærukynning, veggspjald eða myndband. Hóparnir flytja síðan kynningar sínar í bekknum. Þannig fær bekkurinn nokkra innsýn í starf allra ráðuneytanna, eða a.m.k. nokkurra, allt eftir stærð bekkjarins. Ítarefni fyrir nemendur og kennara: Áttavitinn: Ráðherrar og ríkisstjórn Alþingi: Ráðherrar Vísindavefurinn: Hvað gera ráðherrar? Ungmennavefur Alþingis: Hugtakasafn Ungmennavefur Alþingis: Hvað er Alþingi (myndband)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=